Starfsafl er sterkur bakhjarl

16. 07, 2016

lisbet6Ég hef verið að vasast í mannauðs – og starfsmenntamálum sl. 20 ár enda fátt skemmtilegra að mínu mati, segir Lísbet sem er atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslanda og með MBA frá sama skóla. Eftir háskólanám var hún ráðin sem mannauðsstjóri til Fiskistofu og starfaði sem slík í nokkur ár. Hún var síðan með eigin rekstur og kom inn í fyrirtæki með námskeið og hópefli þar sem jákvæð og góð samskipti voru til grundvallar. Síðastliðin sex ár hef ég svo starfað að starfsmenntamálum og í hagsmunagæslu hjá SVÞ–Samtökum verslunar og þjónustu, segir hún í spjalli við Eflingarblaðið.Lá beint við að sækja umÍ gegnum fyrri störf hef ég átt í mjög góðu samstarfi við Starfsafl, svo ég þekkti vel til og því lá beinast við að sækja um stöðu framkvæmdastjóra, þegar hún var auglýst. Starfið er á svo margan hátt áhugavert, en það að fá að taka þátt í að efla starfsfólk í störfum þess og fyrirtækin í sínum rekstri, skipar stóran sess. Fyrirtækin er jú ekkert annað en sá mannauður sem þar er og mikilvægi þess að hlúa að mannauðs- og starfsmenntamálum er aldrei ofmetið.Í hverju felst starfið?Jákvæð og góð samskipti Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér mikil samskipti við atvinnurekendur og starfsfólk þess. Þá er mikilvægt að heyra og hlusta hverjar þarfirnar eru og sjá til þess að þeim sé mætt, en þó alltaf í samræmi við reglur sjóðsins og stefnu stjórnar. Sjóðurinn er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins og það undirstrikar mikilvægi starfsmenntamála, að þessar fylkingar skuli sameinast um þau mál. Allt kallar þetta á góð og skilvirk samskipti og að samhljómur sé í markmiðum og framtíðarsýn.Þá er mikið samstarf á milli þeirra starfsmenntasjóða sem eru á vinnumarkaði og mikilvægt að þeir starfi í takt eins og varð t.d. í verkefninu Fræðslustjóri að láni og nú nýlega var opnuð sameiginleg vefgátt fyrir sjóðina sem auðveldar allt umsóknarferli fyrir atvinnurekendur. Mikilvægasti þáttur starfsins er því jákvæð og góð samskipti, en svo þess utan felst starfið í því að stýra þeim verkefnum sem fyrir liggja og gæta þeirra fjármuna sem greiddir eru inn til sjóðsins og sjá til þess að þeim sé úthlutað til góðra verka.Fyrstu dagar í nýju starfiFyrstu dagarnir voru rólegir enda vorum við að stíga inn í sumarið. Ég hef verið að setja mig inn í verkefnin og læra handtökin, ef svo má segja. En ég hef líka verið að rýna í þau verkefni sem þegar hafa verið unnin og skoða hvaða tækifæri eru til breytinga. Það að skrifstofa Starfsafls liggi samhliða skrifstofum Eflingar er mikill kostur og þar hefur mér verið vel tekið af starfsfólki. Fyrstu dagar í nýju starfi voru því klárlega tímar nýrra kynna.Sterkur bakhjarlVið erum alltaf að sækja fram og á döfinni er að efla enn frekar heimsóknir til fyrirtækja og kynna þá þjónustu sem er í boði. Við viljum ná enn frekar til fyrirtækja og fá þau til að sækja í sjóðinn, það er jú réttur þeirra. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að það eru uppgangstímar og ljóst að það stefnir í vöntun á starfsfólki sem þýðir það eitt að við þurfum að flytja inn starfsfólk erlendis frá. Bara í ferðaþjónustunni einni, þarf að manna 10.000 ný störf og til að halda í gott fólk þarf að efla það í störfum sínum og gefa því kost á fræðslu. Þarna er Starfsafl sterkur bakhjarl.Styrkjum fjölgarÁ síðasta ári voru greiddir út 3060 styrkir til einstaklinga og sl. ár var enn og aftur metár í sögu sjóðsins. Sé litið til umsókna fyrirtækja til Starfsafls þá voru þær 142 á sl. ári og þeim fjölgar að sama skapi. Starfafl er því mikilvægur hlekkur í starfsmenntamálum fyrirtækja og einstaklinga, segir Lísbet að lokum.