Opnað fyrir vetrarbókanir í orlofshús 18. ágúst

16. 08, 2016

Opnað verður fyrir vetrarbókanir í orlofshús Eflingar fimmtudaginn 18. ágúst n.k. Hægt verður að bóka 4 mánuði fram í tímann eða tímabilið 2. september – 20. desember. Félagsmenn geta hringt á skrifstofuna eða farið inn á bókunarvefinn til að bóka.Jóla- og áramótavikurnar byrjum við að bóka 1. september n.k. og þarf félagsmaður að eiga 60 punkta til viðmiðunar (félagsmaður missir ekki punkta). Jólavikan er frá 21. – 28. desember og áramótavikan er frá 28. desember – 4. janúar.  Einungis er hægt að bóka þessar vikur símleiðis.