Sjómenn leitið upplýsinga um réttindi ykkar- hægt að sækja um verkfallsstyrk

28. 12, 2016

Efling-stéttarfélag vill vekja athygli sjómanna í verkfalli á, að þeir sjómenn sem eru félagsmenn í Eflingu, geta sótt um verkfallsstyrk til félagsins.Hægt er að sækja um styrkinn á skrifstofum félagsins í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík eða á skrifstofu félagsins að Austumörk 2 í Hveragerði.Nauðsynlegt er að síðasti launaseðill fylgi umsókninni.Greitt verður út á tveggja vikna fresti, fyrst föstudaginn 6.janúar 2017.Þá eru sjómenn beðnir að hafa samband við Tryggva Marteinsson á skrifstofu Eflingar til að fara yfir stöðuna í samningamálum, með því að hringja í síma 510-7531 eða senda tölvupóst á netfangið tryggvi@efling.is