Viljum hafa áhrif á samfélagið

13. 12, 2016

[et_pb_section admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

 – segir Alma Pálmadóttir, í stjórn ASÍ-UNG og trúnaðarmaður hjá Reykjavíkurborg

Mér finnst mjög spennandi að vera komin í stjórn ASÍ-UNG og er jákvæð fyrir því og veit að ný stjórn mun vinna saman að góðum hlutum, segir Alma Pálmadóttir, sem var kosin í stjórn ASÍ-UNG á fjórða þingi ASÍ-UNG sem haldið var 23. september sl. Alma er trúnaðarmaður hjá þjónustuíbúðum aldraðra Dalbraut, Reykjavíkurborg og hefur unnið hjá borginni í nokkur ár. Efling á tvo fulltrúa í nýrri stjórn því auk Ölmu er Kristinn Örn Arnarson, trúnaðarmaður hjá Lýsi hf. í varastjórn.Lætur rödd sína heyrast Á þinginu sagði ungt fólk frá reynslu sinni á vinnumarkaði og baráttunni fyrir réttindum sínum og einnig voru flutt erindi um stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og vinnumarkaðinn og fjölskylduna. Af þeim málefnum sem helst brenna á nýrri stjórn er einmitt betra fæðingarorlof og húsnæðisvandi ungs fólks, segir Alma. Hún tengir vel við húsnæðisvanda ungs fólks því hún átti sjálf erfitt með að fá greiðslumat fyrir íbúð. Ég er í láglaunastarfi og er samt með menntun en fæ ekki starf í þeirri grein. Það tók á fyrir mig að fá greiðslumat. Mér finnst staða okkar ungs fólks á Íslandi ömurleg og ég er orðin þreytt á ástandinu í samfélaginu, segir hún. Það sé ástæðan fyrir því að hún taki nú þátt í starfi ASÍ-UNG. Ég er ekki viss um að ég geti breytt miklu en ég get haft rödd og gert eitthvað til að hjálpa. Fyrsta skrefið til að kalla fram breytingar er að láta rödd sína heyrast og mótmæla ástandinu.Berjast fyrir unga fólkið Við viljum efla ASÍ-UNG þannig að við getum haft áhrif á samfélagið fyrir ungt fólk. Það er sérstaklega mikilvægt þar sem ungt fólk veit oft ekki hvaða réttindi það hefur, og hvað það getur gert. Það þarf að upplýsa það og einhver þarf alltaf að berjast fyrir þau. Þar kemur ASÍUNG inn, segir Alma.Markmiðið hjá nýrri stjórn er núna að þjappa okkur saman og kynnast hvert öðru betur. Stjórnin kemur hvaðanæva af landinu og því er mikilvægt að hittast líka fyrir utan Reykjavík og ekki á fjarfundi. Okkur finnst mikilvægt að við séum öll vinir og teljum að það muni efla okkur og gera okkur auðveldara að vinna saman að breytingum fyrir ungt fólk, segir Alma. Næst á dagskrá sé að setja niður áætlun hvernig best er að ná til ungs fólks þannig að það viti um réttindi sín og að það geti alltaf leitað til stéttarfélagsins síns og láti í sér heyra sé brotið á því.Vilja taka beinan þátt í ASÍ Við í ASÍ-UNG viljum líka breytingar innan ASÍ þannig að við höfum einn aðila í miðstjórn frá okkur, en ekki einungis áheyrnarfulltrúa. Auk þess viljum við leggja áherslu á að efla ungt fólk til stjórnarsetu innan aðildarfélaganna. Við viljum fá sterkari rödd með því að taka beinan þátt en ekki sitja á hliðarlínunni, segir Alma að lokum. [/et_pb_text][et_pb_image admin_label=“Image“ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2016/12/stjorn_asi_ung.jpg“ title_text=“Ný stjórn ASÍ-UNG“ show_in_lightbox=“off“ url_new_window=“off“ use_overlay=“off“ animation=“left“ sticky=“off“ align=“left“ force_fullwidth=“off“ always_center_on_mobile=“on“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“ /][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Helstu verkefni ASÍ-UNG

Meðal helstu verkefna ASÍ-UNG er að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi þeirra og skyldur og starfsemi stéttarfélaganna, beita sér í málaflokkum sem snerta ungar barnafjölskyldur og standa vörð um sjónarmið ungs fólks gagnvart stjórnvöldum. Þá er ASÍ-UNG ætlað að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun stéttarfélaganna.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]