Áhugasamar þernur á fyrsta degi námskeiðs

31. 01, 2017

Þernur frá hótelum  á höfuðborgarsvæðinu voru mættar í dag í sína fyrstu kennslustund hjá Mími-símenntun á námskeið fyrir þernur. Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi, skila starfsmönnum meira öryggi í starfi og hótelgestum enn betri þjónustu. Námskeiðið er 60 kennslustundir, kennt er á ensku og eru námsþættir fjölbreyttir, þar má nefna árangursrík samskipti, gildi ferðaþjónustu, öryggismál, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og margt fleira. Fræðslustjóri Eflingar, Fjóla Jónsdóttir, heilsaði upp á þernurnar við upphaf kennslu sem og Inga Jóna Þórisdóttir hjá Mími-símenntun sem sá um kynna helstu atriði fyrir nemendum en námið er samstarfsverkefni Mímis og Eflingar. Steinunn Stefánsdóttir, Starfsleikni ehf. sá svo um fyrstu kennslustundirnar sem var sjálfsstyrking.