Sjómenn samþykktu kjarasamninginn

20. 02, 2017

Langri og erfiðri deilu sjómanna og útgerðarmanna er lokið eftir tíu vikna verkfall. Skrifað var undir kjarasamning á milli Sjómannasambands Íslands og SFS þann 18. febrúar sl. Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk þann 19. febrúar og var niðurstaðan eftirfarandi:Af þeim sem kusu um samninginn sögðu 623 já eða 52,4%. 558 sögðu nei eða 46,9%. Auð og ógild atkvæði voru 8 eða 0,7%.Á kjörskrá voru 2.214 sjómenn og greiddu 1.189 þeirra atkvæði eða 53,7% þeirra sem voru á kjörskrá.Samkvæmt framansögðu voru kjarasamningarnir samþykktir og verkfalli sjómanna því aflýst.