Select Page

Enn er hægt að skrá sig á spennandi fyrirlestur um listina að líða vel andlega og líkamlega en leiðbeinandi er Matti Ósvald. Fyrirlesturinn er miðvikudaginn 8. mars frá kl. 19.30 -21.30 í húsnæði Eflingar, Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Námskeiðið er félagmönnum að kostnaðarlausu og hægt er að skrá sig hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða í gegnum netfangið efling@efling.is

Getum við notað hugann betur? Viltu ná tökum á heilsufari þínu?

Matti Ósvald Stefánsson er heilsufræðingur og ACC markþjálfi og býr yfir meira en 20 ára reynslu við heilsu og lífsstílsráðgjöf. Hann hefur kennt á fjölda námskeiða er snúa að uppbyggjandi málefnum eins og tímastjórnun, markmiðasetningu, mannlegum samskiptum og fleira. Fyrirlesturinn opnar augu þín fyrir grunninum að því að ná tökum á listinni að líða vel.

 

 

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere