Enn laus pláss á fyrirlesturinn Listin að líða vel andlega og líkamlega

Enn er hægt að skrá sig á spennandi fyrirlestur um listina að líða vel andlega og líkamlega en leiðbeinandi er Matti Ósvald. Fyrirlesturinn er miðvikudaginn 8. mars frá kl. 19.30 -21.30 í húsnæði Eflingar, Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4. hæð.Námskeiðið er félagmönnum að kostnaðarlausu og hægt er að skrá sig hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða í gegnum netfangið efling@efling.isGetum við notað hugann betur? Viltu ná tökum á heilsufari þínu? Matti Ósvald Stefánsson er heilsufræðingur og ACC markþjálfi og býr yfir meira en 20 ára reynslu við heilsu og lífsstílsráðgjöf. Hann hefur kennt á fjölda námskeiða er snúa að uppbyggjandi málefnum eins og tímastjórnun, markmiðasetningu, mannlegum samskiptum og fleira. Fyrirlesturinn opnar augu þín fyrir grunninum að því að ná tökum á listinni að líða vel.