Dagsferð Eflingar um Njáluslóðir

21. 07, 2017

[et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]

Ennþá eru nokkur sæti laus í dagsferð Eflingar á Njáluslóðir, 19. ágúst og 26. ágúst. Einstakt tækifæri til að fara í skemmtilegt dagsferðalag um sagnaslóðir Rangárvallasýslu. Skráning er á skrifstofu Eflingar, í síma 510-7500.

Að þessu sinni verður farið um Rangárvallasýslu og komið við á helstu sögustöðum Njálu.

Ferðadagsetningar eru 19. ágúst og 26. ágúst.

Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Sætúni/Guðrúnartúni 1.

Keyrt verður að Hellu og svo komið við á öllum helstu sögustöðum héraðsins. Fararstjóri okkar, Anna Soffía, mun fara nánar yfir ferðaáætlunina á leiðinni. Keldur, Knafahólar, Gunnarssteinn við Rangá, Hlíðarendi, Markarfljót, Rauðuskriður eða Stóri Dímon, Bergþórshvoll og Þríhyrningur eru hluti þeirra örnefna sem tengjast sögunni og ber fyrir augu í ferðinni.

Í lok ferðar verður boðið upp á súpu og brauð í Sögusetrinu á Hvolsvelli, milli kl. 17:00 – 18:00.

Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsins, skjólgóðan fatnað og góða skó.

Áætluð heimkoma er milli kl. 20:00 -21:00.

Verð kr. 6.000.-

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]