Laus sæti í skemmtilega dagsferð um Njáluslóðir

22. 08, 2017

[et_pb_section bb_built=“1″ admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Ennþá eru nokkur sæti laus í dagsferð Eflingar á Njáluslóðir þann 26. ágúst. Einstakt tækifæri til að fara í skemmtilegt dagsferðalag um sagnaslóðir Rangárvallasýslu. Skráning er á skrifstofu Eflingar, í síma 510-7500.

 

[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Skemmtileg dagsferð á Njáluslóðir

Farið var í fyrri dagsferð Eflingar á Njáluslóðir þann 19. ágúst í blíðskaparveðri. Hópurinn var hinn ánægðasti með ferðina, en Njála er eins og kunnugt er ein vinsælasta Íslendingasagan og söguslóðirnar eru stöðugt viðfangsefni skálda, leiðsögumanna og sagnfræðinga.

Ekið var um um Rangárvallasýslu og allir helstu sögustaðir Njálu sóttir heim. Leiðsögumaðurinn, Anna Soffía Óskarsdóttir, gæddi ferðina lífi og var einstakt að upplifa söguna í sínu rétta og upphaflega umhverfi. Einnig var komið við á Keldum og gamli torfbærinn skoðaður.

Í lok ferðar var farið á Sögusetrið á Hvolsvelli, þar sem farið er yfir efni Njáls sögu í máli og myndum, og einnig ýmislegt fleira sem áhugavert er að skoða þar, t.d. sýningu á verkum Ólafs Tubals og Njálurefilinn sem verið er að sauma. En til frekari skýringa má nefna að verið er að sauma Brennu-Njálssögu í 90 metra langan refil.

Þessari skemmtilegu ferð lauk í miðaldaskálanum á Sögusetrinu þar sem sest var að snæðingi eftir vel heppnað ferðalag.

[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text“ background_color=“#e8e8e8″ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“on“ border_color=“#727272″ border_style=“solid“ custom_margin=“5px|5px|5px|5px“ custom_padding=“10px|10px|10px|10px“ border_width=“2px“]

Næsta dagsferð Eflingar um Njáluslóðir verður farin 26. ágúst.

Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Sætúni/Guðrúnartúni 1.

Keyrt verður að Hellu og svo komið við á öllum helstu sögustöðum héraðsins. Fararstjóri okkar, Anna Soffía, mun fara nánar yfir ferðaáætlunina á leiðinni. Keldur, Knafahólar, Gunnarssteinn við Rangá, Hlíðarendi, Markarfljót, Rauðuskriður eða Stóra Dímon, Bergþórshvoll og Þríhyrningur eru hluti þeirra örnefna sem tengjast sögunni og ber fyrir augu í ferðinni.

Í lok ferðar verður boðið upp á súpu og brauð í Sögusetrinu á Hvolsvelli, milli kl. 17:00 – 18:00.

Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsins, skjólgóðan fatnað og góða skó.

Áætluð heimkoma er milli kl. 20:00 -21:00.

Verð kr. 6.000.-

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]