Nýlega féll dómur í máli sem Efling höfðaði gegn Reykjavíkurborg fyrir Félagsdómi vegna ágreinings um þá túlkun borgarinnar að greiða mætti starfsmönnum sem ráðnir eru í tímavinnu vaktaálag utan dagvinnutímabils. Varðandi upphaf málsins, segir Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi.

- Nemendum við sumarstörf og í námshléum.
- Lífeyrisþegum sem vinna hluta úr starfi.
- Starfsmönnum sem ráðnir eru til skamms tíma vegna sérstakra árvissra álagstíma ýmissa borgarstofnana eða afleysingastarfa, þó eigi lengur en 2 mánuði.
- Starfsmönnum, sem ráðnir eru til að vinna að afmörkuðum verkefnum s.s. átaksverkefnum. Reykjavíkurborg
- Starfsmönnum, sem starfa óreglubundið um lengri eða skemmri tíma
- Starfsmönnum sem ráðnir eru í minna en 33,33% starf, 13 klst. eða minna að jafnaði á viku.
Hefur Efling-stéttarfélag litið svo á að ráðning í tímavinnu sé undantekning frá þeirri meginreglu að starfsmenn skuli ráðnir á mánaðarlaun. Í skýringarkassa sem fylgir ákvæðinu segir svo „þegar unnið er utan dagvinnumarka, á almennum frídögum og sérstökum frídögum skal greitt yfirvinnukaup en á stórhátíðum er greitt stórhátíðarkaup“. Í samræmi við þetta orðalag hefur Efling ávallt litið svo á að greiða beri yfirvinnukaup falli vinna utan dagvinnumarka. Frá árinu 2013 hafa starfsmenn borgarinnar sem ráðnir eru í tímavinnu leitað til stéttarfélagsins þar sem þeir hafa fengið greitt vaktaálag á dagvinnutímakaup. Gerði stéttarfélagið strax athugasemdir við þessa framkvæmd sem leiddi þó ekki til neinnar niðurstöðu og þurfti því að höfða mál fyrir Félagsdómi. Féll dómur stéttarfélaginu í vil þar sem viðurkennt var að borgin hefði brotið gegn ákvæði 1.4.2. með því að greiða félagsmönnum stéttarfélagsins sem ráðið var í tímavinnu vaktaálag í stað dagvinnu og yfirvinnu.Hópur sem bjó við lakari kjör og lakari kjarasamningsbundin réttindi Sú túlkun Reykjavíkurborgar að heimilt væri að greiða starfsmönnum í tímavinnu vaktaálög fól í sér að þessi hópur starfsmanna bjó bæði við lakari launakjör og lakari kjarasamningsbundin réttindi enda eiga starfsmenn sem ráðnir eru í tímavinnu ekki eins langan uppsagnarfrest og veikindarétt og þeir starfsmenn sem ráðnir eru á mánaðarkaup. Í ljósi þessa dóms hvetur Efling-stéttarfélag þá starfsmenn sem ráðnir eru í tímavinnu og starfa samkvæmt kjarasamningi stéttarfélagsins við Reykjavíkurborg að skoða launaseðla sína vel og leita til félagsins sem fyrst telji það á sér brotið varðandi launagreiðslur. Jafnframt er ítrekað mikilvægi þess að félagsmenn leiti til þjónustufulltrúa á skrifstofu stéttarfélagsins varðandi réttindi sín vakni einhverjar spurningar, segir Anna Lilja.