Vandamál í ferðaþjónustu víðar en á Íslandi

22. 09, 2017

– eftir Kristján Bragason

Norræn ferðaþjónusta heldur áfram að vaxa með braki og brestum og flest bendir til að sú þróun haldi áfram á næstu árum. Hagvöxtur á heimsvísu, þróun þéttbýlis, breyttir lífshættir og fjölgun í millistétt hefur haft í för með sér mikla fjölgun ferðamanna um allan heim. Við sjáum að fólk eyðir fjármunum sínum í æ ríkara mæli í upplifanir frekar en til kaupa á dýrum varningi. Einnig sjáum við að áhugi á mat og drykk hefur aukist ár frá ári. Samtímis fjölgar ferðamönnum, einkum frá Asíu, til Norðurlanda. Framtíðarhorfur eru góðar, einkum þegar hótel- og veitingahúsarekstur á Norðurlöndum er annars vegar. Fjölgun ferðamanna er mest á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, en greinin blómstrar líka í Danmörku og Finnlandi. Ferðaþjónustan verður æ mikilvægari þáttur í hagvexti og er í dag ein af mikilvægustu grunnatvinnuvegum Norðurlandanna. Ferðaþjónustan skapar fjölda nýrra starfa, bæði í greininni sjálfri en um leið í öðrum atvinnugreinum.Gamlar og nýjar áskoranir Lengi hefur neikvætt orðspor loðað við ferðaþjónustu á Norðurlöndum vegna ills aðbúnaðar á vinnustöðum, lágra launa, óreglulegs vinnutíma, lítils starfsöryggis, árstíðasveiflna, mikillar starfsmannaveltu og svartrar atvinnustarfsemi. Ferðaþjónusta virðist því miður of oft laða að sér óábyrga atvinnurekendur, sem líta á starfsfólk eins og hvern annan neysluvarning, sem einfalt er að losa sig við.Norræn verkalýðshreyfing hefur lengi lagt áherslu á þörfina á að bæta starfskjör í ferðaþjónustu til að gera hana meira aðlaðandi og til að draga úr mikilli starfsmannaveltu. Í sameiningu verður verkalýðshreyfingin, samtök atvinnurekenda og stjórnvöld á Norðurlöndunum að stöðva óheiðarlegan atvinnurekstur sem misnotar starfsfólk sitt kerfisbundið og grefur samtímis undan eðlilegri samkeppni. Ungt fólk og innflytjendur, eru í sérlega viðkvæmri stöðu og eru oft blekkt til að vinna launalaust eða á launum sem ekki eru í takt við kjarasamninga. Það er æ algengara að starfsfólki er boðið launalausar reynsluráðningar, fölsk lærlingastörf, gerviverktöku eða sé ekki með tryggt starfshlutfall eða vaktir heldur gert að mæta eftir hentugleika atvinnurekandans þegar hann kallar á það.Norðmenn vilja lágmarksbinda laun í ferðaþjónustu Í Noregi fer nú fram mikil umræða um hvernig hægt sé að draga úr undirboðum í ferðaþjónustu og tryggja starfsfólki starfs- og launakjör í takt við kjarasamninga og lög. Fellesforbundet, sem er stærsta stéttarfélag á almennum vinnumarkaði í Noregi og hefur m.a. félagsmenn – eftir Kristján Bragason innan ferðaþjónustunnar vill að allir atvinnurekendur í ferðaþjónustu verði skikkaðir til að greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Í dag eru engin lágmarkslaun í ferðaþjónustu og það er algengt að starfsfólki sé greitt langt undir lægstu launatöxtum kjarasamninga. Þetta á sérstaklega við um útlendinga, en um 45% þeirra sem starfa í ferðaþjónustunni í Noregi eru með erlendan bakgrunn. Í Noregi eru ákvæði í lögum sem gera það kleift að tryggja ákveðin lágmarkskjör ef mikið er um erlent vinnuafl, í dag fyrirfinnast slík ákvæði meðal annars í byggingariðnaði, ræstingum og fiskvinnslu.Skortur á hæfu starfsfólki Ein stærsta áskorunin í ferðamannagreininni í dag er að finna starfsfólk með starfsþekkingu og reynslu. Án þjálfaðs og vel menntaðs starfsfólks fá gestirnir ekki þá þjónustu sem þeir vænta og krefjast og munu væntanlega leita á aðra áfangastaði. Núverandi starfsnámskerfi ræður ekki við að mennta nógu marga til að anna þeirri eftirspurn sem er eftir fólki sem hefur þá starfsmenntun sem vantar í greinina.Ferðaþjónustan verður að gera sér grein fyrir að neikvætt orðspor og slæm starfskjör fær launafólk til að sniðganga ferðaþjónustuna. Þessi atriði verður starfsgreinin að taka alvarlega svo að takast megi að tryggja henni gott framboð af hæfu fólki í framtíðinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Norrænna samtaka starfsfólks í hótel, veitinga- og ferðaþjónustugreinum.