Vinnutíminn styttist á sama tíma og laun hækka umtalsvert – Ný Gallup könnun

27. 11, 2017

[et_pb_section bb_built=“1″ admin_label=“section“ custom_padding=“0px|0px|54px|0px“][et_pb_row admin_label=“Row“ custom_padding=“27px|0px|0px|0px“][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text admin_label=“Inngangur – Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]Heildarlaun hækka um 10% milli ára en á sama tíma styttist vinnutíminn um tæplega eina klukkustund á viku og vinna félagsmenn nú að meðaltali 46 klukkustundir á viku miðað við fullt starf. Meðalheildarlaun karla eru nú 531 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun kvenna um 405 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Leiðbeinendur á leikskólum eru með lægstu heildarlaunin eða 354 þúsund krónur á mánuði að meðaltali en skrifstofufólk, stjórnendur og sérfræðingar með hæstu heildarlaunin eða 579 þúsund krónur að meðaltali. Einungis 44% félagsmanna Eflingar búa í eigin húsnæði og greiðir sá hópur um 125 þúsund krónur að meðaltali í afborganir af húsnæðislánum. Þá eru um 33% félagsmanna Eflingar í leiguhúsnæði og greiða að meðaltali 2.077 krónur fyrir hvern fermetra á mánuði.[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_testimonial admin_label=“Testimonial“ background_layout=“light“]Um þriðjungur félagsmanna Eflingar búa í leiguhúsnæði og greiðir yfir tvö þúsund krónur á mánuði að meðaltali fyrir hvern fermetra[/et_pb_testimonial][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“row“ custom_padding=“15px|0px|27px|0px“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“kassi – Text“][box] Í árlegri Gallup viðhorfskönnun má finna margar athyglisverðar niðurstöður. Auk Eflingar nær könnunin til Hlífar í Hafnarfirði, VSFK í Keflavík og Stéttarfélags Vesturlands en saman mynda þessi félög Flóabandalagið. Niðurstöðurnar hafa mikla þýðingu fyrir stefnumótun félaganna þar sem þær endurspegla viðhorf félagmanna til kjaramála og annarra mikilvægra mála sem snerta starf stéttarfélaganna.[/box][/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Konur eru með 76% af heildarlaunum karla – Text“]Konur eru með 76% af heildarlaunum karla á mánuði að meðaltaliHeildarlaun karla eru að meðaltali 126 þúsund krónum hærri en heildarlaun kvenna fyrir fullt starf. Heildarlaun karla í fullu starfi eru að meðaltali 531.000 kr. á mánuði og 405.000 kr. hjá konum. Hins vegar er meðaltal heildarmánaðarlauna allra félagsmanna í Flóanum 473.000 kr. á mánuði og miðgildi heildarmánaðarlauna 445.000 kr.[/et_pb_text][et_pb_image admin_label=“Image“ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2017/11/Launadreifing_kyn.png“] [/et_pb_image][et_pb_text admin_label=“Text“]Þegar spurt var hver væru sanngjörn laun fyrir vinnu viðkomandi, þá töldu karlar að þau þyrftu að vera 64 þúsund krónum hærri og konur 82 þúsund krónum hærri að meðaltali á mánuði en nú er. Munurinn á dagvinnulaunum karla og kvenna er mun minni en á heildarlaunum eða 44.000 krónur á mánuði. Karlar eru að meðaltali með 390.000 kr. á mánuði í dagvinnulaun á meðan konur eru að meðaltali með 346.000 kr. í dagvinnulaun fyrir fullt starf.Vert er að vekja athygli á því að fjölmennir hópar hefðbundinna kvennastarfa eiga þess ekki kost að vinna fullt starf. Þannig er einungis 20% þeirra sem starfa við umönnun sem segjast vera í fullu starfi en þar er jafnframt meðalfjöldi vinnustunda lægstur eða 35,6 klst. á viku en meðaltal fjölda vinnustunda hjá öllum svarendum er 42,1 klst. Meðaltal heildarlauna fyrir fullt starf í umönnun er 450.000 kr. en sú tala endurspeglar í raun lítinn hluta þess hóps sem starfar í umönnun þar sem flestir eru í hlutastörfum og vinna í vaktavinnu.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“Row“ custom_padding=“0px|0px|0px|0px“][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text admin_label=“Lægstu -Text“]Lægstu heildarlaunin hjá leikskólastarfsmönnumAf einstaka starfsstéttum eru starfsmenn sem vinna við ræstingar með lægstu dagvinnulaunin eða 328.000 kr. á mánuði að meðaltali fyrir fullt starf en leiðbeinendur á leikskólum eru með lægstu heildarlaunin að meðaltali fyrir fullt starf eða 354.000 kr. Leiðbeinendur á leikskólum eru jafnframt lang ósáttastir með laun sín þar sem yfir 8 af hverjum 10 eru mjög eða frekar ósáttir á meðan rétt yfir 4 af hverjum 10 félagsmönnum í Flóanum alls segjast vera mjög eða frekar ósáttir með laun sín.Skrifstofufólk, stjórnendur og sérfræðingar eru með hæstu heildarlaunin eða 579.000 kr. á mánuði að meðaltali fyrir fullt starf. Þar á eftir koma byggingastarfsmenn með 575.000 kr. á mánuði að meðaltali. [/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_testimonial admin_label=“Testimonial“ background_layout=“light“]Starfsmenn á leikskólum með lægstu heildarlaunin en mesta starfsálagið[/et_pb_testimonial][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“Row“ custom_padding=“0px|0px|27px|0px“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Vinnutími +álag – Text“]Vinnutíminn styttistHeildarvinnutími félagsmanna í fullu starfi er 46 klst. að meðaltali og hefur styst um tæpa klukkustund milli ára.Vinnutíminn er lengstur hjá bílstjórum eða 50,7 klst. að meðaltali en byggingastarfsmenn koma fast á hæla þeirra með 50,1 klst. Vinnutíminn er stystur hjá leiðbeinendum á leikskóla eða 41 klst. að meðaltali á mánuði fyrir fullt starf.Vinnuálag mest hjá leikskólastarfsmönnumRíflega þrír af hverjum fjórum starfsmönnum sem vinna á leikskóla telja að vinnuálagið sé of mikið en tæplega helmingur allra félagsmanna svarar því til að vinnuálagið sé of mikið. Athyglisvert er að skoða það í samhengi við hátt hlutfall leikskólastarfsmanna sem telja að það sé auðvelt fyrir þá að fá aðra vinnu á svipuðum kjörum eða 76% en starfsaldur leikskólastarfsmanna er ríflega 10 ár að meðaltali en hjá félagsmönnum almennt um 8 ár. Samkvæmt könnuninni hefur fjórðungur leiðbeinenda á leikskólum verið 15 ár eða lengur í starfi.[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Erlendum félagsmönnum fjölgar – kassi – Text“][box] Erlendum félagsmönnum fjölgarUndanfarin ár hefur félagsmönnum verið gert kleift að svara viðhorfskönnun Gallup á ensku og pólsku, auk íslensku. Um 14% svarenda kaus að svara á pólsku og 8% á ensku. Hlutfall erlendra félagsmanna er þó mun hærra. Hjá Eflingu sem nær til yfir 80% Flóafélaganna er hlutfall félagsmanna af erlendum uppruna 45% og hjá VSFK í Keflavík er það 54%. Hlutfall erlendra félagsmanna er hins vegar lægra hjá Hlíf í Hafnarfirði og Stéttarfélagi Vesturlands. Erlendir félagsmenn hafa alla jafna styttri starfsaldur en félagsmenn af íslenskum uppruna sem er ein ástæða þess að erfitt getur verið að ná til þess hóps. En auk þess búa erlendir félagsmenn almennt við mun ótryggari búsetuskilyrði sem er önnur ástæða þess að erfitt er að ná til hópsins. Stéttarfélögin telja mjög mikilvægt að fá upplýsingar um kjör og aðbúnað félagsmanna sinna. Einn liður í því er að greina hvort aðbúnaður og kjör erlendra félagsmanna séu frábrugðin kjörum félagsmanna af íslenskum uppruna. Könnunin í ár beinir sjónum sínum sérstaklega að húsnæðismálum. [/box][/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“68% pólskumælandi búa í leiguhúsnæði- Text“]68% pólskumælandi búa í leiguhúsnæðiUm 44% félagsmanna Eflingar búa í eigin húsnæði og segist 39% að afborganir af húsnæðislánum fari yfir 40% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Af þeim sem búa í eigin húsnæði segist ríflega fjórðungur fá vaxtabætur.Þriðjungur félagsmanna Eflingar býr í leiguhúsnæði og fær þriðjungur þeirra húsnæðisbætur eða sérstakan húsnæðisstuðning.Það eru 68% pólskumælandi félagsmanna í Flóanum er sem búa í leiguhúsnæði og fær um 18% þeirra húsnæðisbætur eða sérstakan húsnæðisstuðning.Sé tekið mið af stærð húsnæðis þá greiða félagsmenn Eflingar að meðaltali 2.077 kr. fyrir hvern fermetra.[/et_pb_text][et_pb_image admin_label=“Leigjendur – Image“ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2017/11/Dreifing-fermetraverðs-fyrir-leiguhúsnæði_1.jpg“] [/et_pb_image][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]Pólskumælandi félagsmenn í Flóanum greiða hins vegar að meðaltali 2.375 kr. fyrir hvern fermetra og íslenskumælandi 1.809 kr.Dregur úr áhyggjum af fjárhagsstöðu hjá flestum hópumDregið hefur úr áhyggjum félagsmanna vegna fjárhagsstöðu milli ára en rétt um þriðjungur félagsmanna hefur miklar áhyggjur nú en hlutfallið var tæp 39% árið 2016 og 55% árið 2013. Umhugsunarvert er þó að tveir hópar skera sig hér sérstaklega úr þar sem áhyggjur þeirra aukast milli ára. Þannig segjast tæplega 6 af hverjum 10 þeirra sem starfa við umönnun hafa miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni og ríflega helmingur leiðbeinenda á leikskólum.Aukning í fjarvistum vegna veikindaFjarvistir vegna veikinda aukast enn frekar á milli ára en yfir helmingur félagsmanna Eflingar var frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þá má greina fylgni við aldur þar sem veikindafjarvistir aukast í hlutfalli við lækkandi aldur. Starfsfólk í veitingaþjónustu var oftast frá vegna veikinda þar sem 61% þeirra sögðust hafa verið frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum. Þá koma starfsmenn í umönnun fast á hæla þeirra þar sem sex af hverjum tíu voru frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum. Ef horft er í fjölda daga eru starfmenn í umönnun lengst frá vegna veikinda þar sem 20% í þeim hópi voru lengur en 5 daga frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum.Margt fleira athyglisvert í könnuninniHægt er að nálgast könnunina í heild sinni á vef Eflingar, sjá hér, en þar má meðal annars finna upplýsingar um afstöðu félagsmanna til séreignasparnaðar og vísbendingar um góðan árangur af launaviðtölum.Um könnunina Markmiðið var að kanna kjör og viðhorf félagsmanna Eflingar, Hlífar, VSFK og StéttVest. Könnunin var framkvæmd í september og október 2017. Síma og netkönnum meðal 3600 félagsmanna með íslenskum, pólskum og enskumælandi spyrlum. Endanlegt úrtak 2514 en svarendur alls 1193 og svarhlutfall er 47,5%.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]