Hver er Ingvar Vigur Halldórsson?

26. 01, 2018

[et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]

Ingvar Vigur Halldórsson hefur gefið kost á sér sem nýr formaður í Eflingu-stéttarfélagi og er hann nú frambjóðandi með einróma stuðning uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Ingvar er vel þekktur af störfum sínum innan félagsins þar sem hann hefur setið í stjórn félagsins um árabil og tekið þátt í öllu helsta félagsstarfi á vegum Eflingar. Hann hefur komið að ýmsum félagsmálum frá því hann hóf störf sem verkamaður á Akureyri þegar hann kom fyrst inn á vinnumarkaðinn.  Lengst af hefur hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Ingvar Vigur Halldórsson er fæddur á Akureyri 12. janúar 1973 og er því 45 ára á þessu ári.

Ingvar flutti með foreldrum sínum til Færeyja fimm ára að aldri og bjó þar í fimm ár. Þá fluttu þau aftur til Akureyrar.

Eftir skólagöngu hóf Ingvar Vigur störf hjá Akureyrarbæ sem verkamaður og tók þátt í félagsstörfum hjá Einingu frá 16 ára aldri og var trúnaðarmaður þar. Hann flutti síðan til Danmerkur og dvaldi þar í tæp fimm ár og starfaði sem verkamaður.

Þegar hann flutti til Íslands á ný,  hóf hann störf hjá Efnamóttökunni hf og starfar hann þar enn þann dag í dag og er jafnframt trúnaðarmaður þar.  Ingvar Vigur hefur alla tíð haft áhuga á félagsmálum og verkalýðsmálum sérstaklega og t.d. setið í stjórn Eflingar, trúnaðarráði,  sjúkrasjóði og fræðslusjóði félagsins og sótt flest þing Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandins undanfarin ár.

Ingvar  er giftur Arndísi Einarsdóttur og á hann tvö börn og eina fósturdóttir. Þau eru búsett í Reykjavík.

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]