Lögmæti framboðslista í skoðun – Fréttir frá kjörstjórn Eflingar

31. 01, 2018

Kjörstjórn Eflingar hélt sinn fyrsta fund í dag vegna komandi stjórnarkjörs í félaginu.  Fundinn sátu einnig umboðsmenn þeirra tveggja  lista sem fram hafa verið lagðir. Á fundinum var ákveðið að setja þegar í stað gang vinnu til að ganga úr skugga um lögmæti listanna.  Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu á morgun, fimmtudag.Næsti fundur kjörstjórnar verður haldinn nk. föstudag.