Select Page
  • Ný launatafla tekur gildi afturvirkt frá 1. janúar 2017

Í rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt það launaskrið sem verður á almenna vinnumarkaðnum umfram það sem kann að verða á opinbera markaðnum. Hagstofa Íslands hefur nú framkvæmt mat á launahækkunum fyrir árin 2013 til 2016 þar sem niðurstaðan var sú að launahækkanir hjá sveitarfélögum væru ekki undir þeim launahækkunum sem áttu sér stað á almenna markaðnum. Hins vegar var það mat Hagstofunnar að launahækkanir hjá þeim hópum sem starfa innan ASÍ hjá ríkinu ættu inni 1,8% launaskriðshækkun. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu hefur Efling nú gert samkomulag við ríkið um nýja launatöflu. Með henni er sérstaklega komið á móts við þá sem eru á lægstu laununum, þar sem lífaldursþrep falla út úr núgildandi launatöflu, auk þess sem að launataflan hækkar um 1%.

Laun þeirra sem starfa við tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum hækka um 1,8%.

Hækkunin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2017.

Samningur við hjúkrunarheimili og aðrar sjálfseignarstofnanir
Von er á því að hjúkrunarheimili og aðrar sjálfseignarstofnanir gangi fljótlega frá sams konar samkomulagi um afturvirka launahækkun en félagsmenn Eflingar sem starfa á því sviði taka mið af kjarasamningi við ríkið.

 

Á myndinni eru frá vinstri:  Gunnar Björnsson og Halldóra Friðjónsdóttir af hálfu ríkisins, Sigurður Bessason og Harpa Ólafsdóttir af hálfu Eflingar/Flóabandalagsins, Drífa Snædal og Björn Snæbjörnsson af hálfu SGS.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere