Select Page

Í kjölfar breytinga á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna á árinu 2017 var undirritaður samningur þann 21. september 2017 um greiðslu sérstaks lífeyrisauka sem nær meðal annars til félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg, ríki og sjálfseignarstofnunum. Lífeyrisaukinn er greiddur í formi hærra iðgjalds sem nemur nú 5,85% en mun síðan fara lækkandi.

Einkareknir leikskólar og hjúkrunarheimili ekki enn gengið frá iðgjöldum

Ríkið og Reykjavíkurborg hafa nú þegar hafið greiðslu á iðgjaldinu sem samkvæmt samningnum greiðist afturvirkt frá 1. júní 2017. Stórir hópar svo sem hjúkrunarheimili og einkareknir leikskólar hafa hins vegar ekki ennþá gengið frá greiðslum á iðgjaldinu og er verulegrar óþreyju farið að gæta með að þessar mikilvægu greiðslur og réttindi skili sér til félagsmanna.

Samkvæmt samningnum helst réttur félagsmanna til lífeyrisaukans ef þeir færist á milli starfa sem eru á vegum Reykjavíkurborgar eða ríkisins. Mikilvægt er að félagsmenn fari vel yfir það með nýjum launagreiðanda að þær greiðslur skili sér. Iðgjaldayfirlit frá Gildi-lífeyrissjóði eru einnig gagnleg til þess að fylgja því vel eftir.

Iðgjaldið færist sjálfkrafa í samtryggingarsjóð en félagsmann hafa kost á því að greiða iðgjaldið í séreignarsjóð en þá þarf að hafa samband við Gildi sem veitir þeim jafnframt upplýsingar um þann áherslumun sem þessar leiðir fela í sér.

Hér má sjá nánar samkomulag ASÍ við ríki og Reykjavíkurborg frá 21. september 2107.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere