Báðir listar úrskurðaðir lögmætir af kjörstjórn

Kjörstjórn Eflingar fundaði í dag. Á dagskránni var m.a. að taka afstöðu til lögmæti framkominna tveggja lista. Auk kjörstjórnar sátu umboðsmenn listanna fundinn. Báðir listar, A-listi  stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar-stéttarfélags og  B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur  voru úrskurðaðir löglegir. Samkvæmt framansögðu er ljóst að fram mun fara stjórnarkjör í Eflingu-stéttarfélagi í byrjun mars nk. skv. nánari ákvörðun kjörstjórnar.Nánari upplýsingar um framboðslistana koma inn síðar í dag.