Formannafundur ASÍ hefur úrslitavaldið

28. 02, 2018

Samninganefnd ASÍ, sem í eiga sæti formenn landssambandanna fimm innan ASÍ, fulltrúi félaga með beina aðild, formenn VR og Eflingar auk forseta ASÍ, samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að gera ákvörðun formannafundar ASÍ  að sinni. Formannafundurinn hefst kl. 11.Í lok umræðu á formannafundinum verður viðhöfð leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga á grundvelli 2. mgr. 39.gr. laga ASÍ. Þar gildir að til að mynda meirihluta þarf bæði meirihluta þeirra fundarmanna sem fara með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa.