ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

22. 03, 2018

Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum þann 21. mars að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika.Það er mat miðstjórnar ASÍ að framundan séu átök um grundvallarmál eins og fjármögnun velferðarkerfisins, skattamál, launastefnu og jöfnuð. Umræða um þessi mál fer ekki fram í Þjóðhagsráði, að mati miðstjórnar, heldur í beinum tengslum við gerð nýrra kjarasamninga í haust.Ákvörðun um stofnun Þjóðhagsráðs var tekin árið 2015, m.a. að frumkvæði ASÍ. Tæp tvö ár eru síðan Þjóðhagsráð kom fyrst saman en það hefur hingað til starfað án samtaka launafólks. Frá upphafi gerðu bæði ASÍ og BSRB athugasemdir við að ráðið ætti einungis að fást við efnahagslegan stöðugleika út frá afar þröngri skilgreiningu en krafa ASÍ og BSRB var að það ætti einnig að fjalla um félagslegan stöðugleika.