Engin lognmolla hjá Starfsafli

16. 03, 2018

Það var engin lognmolla hjá Starfsafli í febrúar frekar en aðra mánuði ársins og fögnum við því. Við viljum sjá vöxt og við viljum sjá fyrirtæki leita til sjóðsins, þá er Starfsafl að skila sínu.Í febrúar bárust alls 40 umsóknir frá 25 fyrirtækjum. Styrkloforð voru alls 4.534.312 og þar af er búið að greiða 3.782.044,- Einhverjar umsóknir hafa ekki fengið afgreiðslu þar sem vantað hefur fylgigögn.Á bak við þessar tölur eru tæplega 700 einstaklingar, starfsmenn fyrirtækja sem hafa notið góðs af fræðslu á vegum fyrirtækisins og fyrirtækið nýtur góðs af aukinni þekkingu og hæfni sinna starfsmanna.  Þetta er eins og segir á góðri íslensku, win win.Ef litið er nánar á efnisþætti umsókna þá var ein umsókn vegna Fræðslustjóra að láni, 3 vegna eigin fræðslu, 5 vegna skyndihjálpar og 3 íslenskukennslu, svo dæmi séu tekin.9 umsóknir voru vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra en í lögum segir að bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skuli sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti. Fjöldi nemenda á bak við þær umsóknir sem bárust í febrúar vegna endurmenntunarinnar eru 283 talsins, kennslustundir 108 og heildarstyrkupphæð 1.933.373,-Fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar. Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 510 7550.Frétt af vef StarfsaflsStarfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins og Flóabandalagsins varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja.  Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki geta sótt um styrk til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni sem hafa fræðslu að markmiði og einnig geta einstaklingar sótt styrki í sjóðinn vegna fræðslu.