Félagsmenn Eflingar á opinbera markaðnum fá launaþróunartryggingu

  • Gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018

Nú liggur fyrir niðurstaða hvernig laun þeirra opinberu hópa sem starfa hjá Eflingu hafa þróast í samanburði við laun á almennum markaði fyrir árið 2017. En samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt það launaskrið sem verður á almenna vinnumarkaðnum umfram það sem kann að verða á opinbera markaðnum.Launatafla Reykjavíkurborgar hækkar afturvirkt um 1,4% frá 1. janúar 2018. Sambærileg hækkun gildir einnig fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum, svo sem Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Ölfus.Þá mun launatafla hjá ríkinu hækka afturvirkt frá 1. janúar 2018 um 0,5% en er þetta í annað sinn sem að niðurstöður í samræmi við rammasamkomulagið leiða til launahækkana hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa á samningssviði ríkisins. Þannig hækkaði launataflan um 1% afturvirkt frá 1. janúar 2017, auk þess sem að lífaldursþrep voru felld út.Samningur við hjúkrunarheimili og aðrar sjálfseignarstofnanirSú hækkun sem niðurstaða varð um gagnvart ríkinu mun einnig ná til hjúkrunarheimila og annarra sjálfseignarstofnana sem taka mið af kjarasamningi ríkisins og er því mikilvægt að félagsmenn fylgi því vel eftir að launahækkanir skili sér til samræmis við niðurstöður við ríkið.Einkareknir leikskólar og fyrirtæki á samningssviði ReykjavíkurborgarUndir samningssvið Reykjavíkurborgar falla einkareknir leikskólar og ýmis fyrirtæki svo sem Sorpa, Faxaflóahafnir og Ás styrktafélag. Einnig hér er mikilvægt að félagsmenn fylgi því eftir að launahækkanir skili sér til samræmis við þá launatöflu sem tók gildi 1. janúar 2018.Allar launatöflur á opinbera markaðnum hækka að nýju um 3% frá 1. júní 2018.Hægt er að nálgast nýjar launatöflur á heimasíðu Eflingar.