Opnað fyrir bókanir í sumar

Við minnum á að mánudaginn 9. apríl kl. 8.15 opnast bókunarvefurinn fyrir félagsmenn sem eiga 100 punkta og yfir og geta þeir bókað sig í þau hús sem laus eru í sumar. ATH ! félagsmenn bóka beint og greiða strax undir liðnum laus orlofshús Ekki er opið fyrir neinar umsóknir.  Fimmtudaginn 12. apríl opnast bókunarvefurinn  fyrir félagsmenn sem eiga 1 punkt eða meira. Við mælumst til að félagsmenn skoði bókunarvefinn vel til að þekkja umhverfið þegar kemur að því að bóka orlofshús, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið orlofssjodur@efling.is eða hafa samband við skrifstofu í síma 510-7500 ef aðstoðar er þörf.Að lokum opnast bókunarvefurinn 17. apríl fyrir alla félagsmenn með réttindi, óháð punktastöðu,  til að bóka laus hús í sumar.