Sólveig tekur við formennsku í Eflingu

27. 04, 2018

[et_pb_section bb_built=“1″][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.1.1″]

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar-stéttarfélags
Sólveig Anna Jónsdóttir tók við formennsku í Eflingu-stéttarfélagi á aðalfundi  í gær þann 26. apríl. Hún tók við af Sigurði Bessasyni sem lætur af formennsku eftir átján ár í starfi en aldrei áður hefur verið kosið um nýjan formann eftir að stéttarfélögin sameinuðust í Eflingu á sínum tíma.Sólveig og listi hennar hlaut yfirburðasigur í stjórnarkosningunum í mars sl. og með henni tóku sæti í stjórn: Magda­lena Kwi­at­kowska hjá Café Par­is, Aðal­geir Björns­son, tækja­stjóri hjá Eim­skip, Anna Marta Mar­jan­kowska hjá Nátt­úru þrif­um, Daní­el Örn Arn­ars­son hjá Kerfi fyr­ir­tækjaþjón­ustu, Guðmund­ur Jónatan Bald­urs­son, bíl­stjóri hjá Snæ­land Gríms­son, Jamie McQuilk­in hjá Resource In­ternati­onal ehf. og Kol­brún Val­ves­dótt­ir, starfsmaður bú­setuþjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar.Barátta fyrir efnahagslegu frelsi og betra samfélagiÁ fundinum þakkaði Sólveig fráfarandi formanni fyrir störf sín og hversu vel hann hefði tekið á móti henni á þeim fundum sem þau hafi átt saman í aðdraganda þessara stundar.Hún sagði í ræðu sinni að það megi sjá í gegnum söguna að verkefni verkalýðsbaráttunnar snúist á endanum alltaf um sömu grundvallaratriðin, mannsæmandi laun og eðlilegan vinnutíma, gott og mannsæmandi húsnæði, jafnan rétt til náms og réttlátt og gott samfélag velferðar. Hún sagði nauðsynlegt að hækka lægstu launin og að breytingar á húsnæðiskerfinu væru algjört forgangsatriði fyrir félagsmenn Eflingar. Eins væri mikilvægt að verkafólk stæði saman, verkafólk fætt hér á Íslandi og aðflutt verkafólk, sem nú er helmingur félagsmanna Eflingar, í baráttunni fyrir mannsæmandi kjörum.Sólveigu varð tíðrætt um þjóðfélag nýfrjálshyggjunnar. Firring, blinda og græðgi þeirra sem aðhyllast þessa stórkostlega skaðvænlegu hugmyndafræði er ein stærsta ógn samtímans. En í baráttunni við þau sem meta okkur einskis eigum við sannarlega vopn og það er verkalýðsbaráttan, sagði Sólveig.Hlutverk okkar sem tilheyrum þessu risastóra verkalýðsfélagi og erum í framvarðasveit baráttunnar hlýtur að vera að verja hagsmuni þeirra okkar sem höllustum fæti standa hverju sinni, að blása baráttuanda og eldmóð í brjóst félaga okkar svo að við getum mætt viðsemjendum okkar með vissuna um samstöðu í átökunum. Jafnframt er það hlutverk okkar að krefjast þess að við höfum aðkomu að því að skipuleggja hvernig samfélag mótast hér.Sólveig sagði að það þurfi sannarlega að breyta um áherslur hjá lífeyrissjóðunum og tryggja að sjóðirnir beiti sér í þágu hinna raunverulegu eigenda, sem eru auðvitað við sjálf.Þá nefndi hún hækkun skatta á efri lög samfélagsins, bölið sem verðtryggingin er í lífi verkafólks og svo gríðarlega mikilvægt hagsmunamál þeirra sem vinna langa og erfiða vinnudaga en það er stytting vinnuvikunnar.Að lokum sagði Sólveig að barátta verkafólks væri barátta fyrir efnahagslegu frelsi en ekki síður baráttan fyrir því að samfélagið verði mótað að þörfum og löngunum okkar.Verkalýðsbaráttan er sú mikilvægasta í samfélaginu og saman muni stétt verkafólks heyja grundvallarbaráttuna í samfélaginu; baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og því að við öll megum njóta uppskeru vinnu okkar í sátt og samlyndi hvert með öðru.Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á aðalfundi Eflingar:Ályktunin IAðalfundur Eflingar haldinn 26. apríl 2018 fagnar tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Skorar fundurinn á aðra atvinnurekendur að feta í sömu spor og leggur áherslu á að í næstu kjarasamningum verði samið um almenna styttingu vinnuvikunnar án tekjuskerðingar.Ályktun IIAðalfundur Eflingar haldinn 26. apríl 2018 mótmælir harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði lífeyri frá almannatryggingum. Það er skoðun aðalfundar Eflingar að við stofnun lífeyrissjóða hafi verið gert ráð fyrir að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og því eigi ekki að skerða þann lífeyri.Afnema eigi allt tekjutengingarkerfi almannatryggingakerfisins og auka sveigjanleika í starfslokum þannig að þeir sem kjósa að vinna skemur geti geti gert það án þess að eftirlaun þeira skerðist.Ályktun IIIAðalfundur Eflingar haldinn 26. apríl 2018 telur það vera forgangsmál að samið verði um krónutöluhækkanir en ekki prósentuhækkanir. Aðalfundurinn beinir því til samninganefndar félagsins að ekki komi til greina undir neinum kringumstæðum að semja um prósentuhækkanir. Og hækkun á persónuafslætti sem kemur lægst launaða fólkinu best. [/et_pb_text][et_pb_gallery _builder_version=“3.2″ gallery_ids=“11108,11109,11110,11111,11112,11113,11114″ zoom_icon_color=“#2ea3f2″ hover_overlay_color=“rgba(255,255,255,0.9)“ posts_number=“100″ show_pagination=“off“ /][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]