Select Page

Efling-stéttarfélag berst gegn hvers kyns misrétti á vinnumarkaði og tekur allar ábendingar og kvartanir um mismunun alvarlega, segir Leifur Gunnarsson lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar. Þann 8. maí bárust félaginu kvartanir frá félagsmönnum þess hjá Hard Rock Cafe í Reykjavík. Tilefni þessara kvartana voru breytingar á reglum fyrirtækisins um klæðaburð kvenna á vinnustaðnum. Hingað til hafa konur á vinnustaðnum klæðst skyrtum og buxum, líkt og karlar, en nú krefst fyrirtækið þess að þær klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna. Leifur segir að þetta hafi mætt andstöðu starfsmanna fyrirtækisins. Þær konur sem kvörtuðu til félagsins vildu áfram klæðast skyrtum og buxum á vinnutíma og jafnframt kom fram að kjólarnir sem þær áttu að klæðast væru bæði óþægilegir og ósmekklegir.

Efling mótmælir harðlega
Í bréfi sem Leifur Gunnarsson sendi fyrirtækinu bréfleiðis og í tölvupósti fyrr í dag er þess krafist að fyrirtækið láti tafarlaust af umræddum áformum. Leifur segir að í bréfinu sé áréttað að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Starfsmenn skuli njóta virðingar í starfi sínu og eðlilegt er að taka tillit til óska þeirra og athugasemda varðandi einkennisklæðnað á vinnustað. Það á ávallt að vera undir starfsfólkinu sjálfu komið hvort það ákveði að klæðast skyrtu og buxum, eins og allir starfsmenn hafa gert hingað til eða kjólum.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere