Leikskólinn Hof styttir vinnuvikuna

16. 05, 2018

[et_pb_section bb_built=“1″ admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ background_size=“initial“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ background_size=“initial“ _builder_version=“3.2″]Leikskólinn Hof hefur frá haustinu 2016 tekið þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar en verkefnið fór af stað hjá borginni 2015 og hefur gefist vel og haft jákvæð áhrif á starfsfólk á þeim vinnustöðum sem hafa tekið þátt. Blaðamaður Eflingar hitti fyrir starfsmenn á leikskólanum ásamt aðstoðarleikskólastjóra og fékk að heyra meira um verkefnið og hvaða áhrif það hefði haft á vinnuna og starfsfólkið.

Jákvæð áhrif á starfsandann

Allir eru ánægðari

-segja Sigurbjörg Auður Jónsdóttir og Helena Einarsdóttir

Við erum ánægðar með þetta vinnufyrirkomulag, segja þær Sigurbjörg og Helena sem báðar vinna á leikskólanum Hofi. Sigurbjörg hefur unnið á leikskólanum í 13 ár og er jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum enHelena byrjaði á leikskólanum í lok ágúst 2017.Foreldrar fá að kynnast fleiri starfsmönnum Ég fer heim fyrr á miðvikudögum og einu sinni í mánuði get ég farið fyrr heim á föstudegi í stað miðvikudags sem mér finnst frábært, segir Sigurbjörg. Hún var áður í 80% vinnu og vann til klukkan tvö en er nú komin í 100% vinnu. Það kemur vel út fyrir mig. Helena fer heim fyrr á fimmtudögum en er með fastan föstudag í mánuði þar sem hún fer fyrr heim. Ég get þá farið fyrr í helgarfrí sem er æðislegt, segir hún. Mér finnst þessi breyting hafa haft jákvæð áhrif á starfsandann, segir Sigurbjörg og Helena tekur undir. Sérstaklega hjá þeim sem þurftu alltaf að loka á hverjum degi en nú skiptist starfsfólk á. Maður fékk innsýn í verkefni annarra og gat sett í sig í spor þeirra. Það er einnig jákvætt að nú fá foreldrar tækifæri að kynnast öllu starfsfólki deildarinnar þegar það sækir börnin sín en hittir ekki alltaf sama starfsfólkið eins og var. Það er bara þannig að á morgnana hafa foreldrar venjulega ekki tíma til að spjalla þar sem þeir eru að drífa sig til vinnu en fá nú tækifæri að tala viðfleiri starfsmenn en áður. Foreldrum finnst þetta mikill munur og starfsmenn kynnast betur foreldrum.Léttir heimilislífiðHelena byrjaði eftir að vinnuvikan var stytt og segir að það hafi heillað hana að fá að hætta fyrr en halda fullum launum. Það hafði áhrif á að ég vildi sækja um starf hér. Ég nýti þennan tíma vel. Ég sé ekkert annaðen jákvætt í þessu, það léttir á heimilislífi, Ég get sótt barnið mitt fyrr eða nýtt tímann í alls kyns útréttingar. Sigurbjörg er á sama máli en hún á ömmubarn á leikskólanum sem hún segir að sé alveg með á hreinuhvenær hún sé búin klukkan eitt. Hún fer eiginlega alltaf með mér þá daga sem ég er búin fyrr nema þegar ég þarf að snattast. Að geta labbað út klukkan eitt einu sinni í viku er æðislegt.Þegar þessar breytingar voru gerðar voru nokkrir sem vildu ekki breyta vinnutímanum hjá sér og það voru tvær sem fóru en meirihlutinn vildi breyta, segir Sigurbjörg. Hún segist hafa skilning á því að það getiverið erfitt fyrir fólk sem hafi haft sama vinnutímann í mörg ár og hætt klukkan tvö alla daga til dæmis að hverfa frá því. Það örlaði fyrir örlítilli hræðslu hjá mér í byrjun en ég ákvað að vera jákvæð gagnvart þessu oggefa þessu séns. Það reyndist ekki vera neitt mál og allir eru ánægðari. Það er minna um skrepp hjá starfsfólkinu og minna um veikindi eftir að þetta verkefni hófst. Helena segir að álagið á starfsfólk hafi minnkað viðstyttinguna og á meðan lokað sé hjá öðrum leikskólum vegna manneklu hafi gengið vel að manna stöður hjá Hofi og það sé eftirsóttur vinnustaður. Stytting vinnuvikunnar hefur gengið vel og við vonum að hún sékomin til að vera, segja þær Sigurbjörg og Helena að lokum.

Jákvæð breyting 

-segir Stella Marteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Hofi

Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif á starfsandann hér og starfsfólkið er jákvætt fyrir þessari breytingu á vinnutíma, segir Stella Marteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Hofi. Hún segirað leikskólinn hafi ákveðið taka þátt í verkefninu eftir símhringingu frá sviðinu. Við fengum símhringingu frá Helga Grímssyni, sviðstjóra skólaog frístundasviðs, sem bauð leikskólanum að taka þátt. Það voru allirjákvæðir hér og við slógum til. Í fyrstu var vinnuvikan stytt í 36 stundir á viku og starfsmenn fóru þá heim klukkan 12.00 einu sinni í viku en þegar verkefnið var framlengt 11. febrúar sl. varð vinnuvikan 37 stundir og starfsmenn fara heim klukkan 13.00 einu sinni í viku. Stella segir að það henti betur þar sem þá fari starfsmenn heim þegar hvíldin er búin.Það skiptir máli að hafa gott skipulag þar sem starfsmenn eru nú á fjögurra vikna vaktaplani en við þurftum að breyta vinnutímanum hjá öllum og því að segja upp fyrra vinnufyrirkomulagi. Það fylgir ekkert fjármagnþessum breytingum og því enn mikilvægara að skipulagið sé í lagi en ég vonast til að þessi stytting sé komin til að vera. Hún hefur gefist vel og auðveldara er að ráða starfsfólk inn á leikskólann. Ég veit að margirleikskólar hafa efasemdir um styttingu vinnuvikunnar en ég tel að það sé hluti af því að margir eru hræddir við breytingar. Í okkar tilviki var það algjör óþarfi því styttingin hefur reynst okkur vel.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]