Kaupmáttur í raun og veru

26. 06, 2018

[et_pb_section bb_built=“1″][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]—English below—

Hagfræðingar segja að við séum að verða ríkari. Af hverju finnst okkur við vera svona fátæk?

– eftir Jamie McQuilkin í stjórn Eflingar

Í íslenskri verkalýðsbaráttu er mikil áhersla lögð á svokallaðan kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu við getum keypt með laununum okkar. Þetta er eins og vera ber og í samræmi við nálgun verkalýðshreyfinga í hinum vestræna heimi. En kaupmáttarhugtakið er hægt að misnota, eins og flest verkfæri.Kaupmáttur er í raun bara hversu mikið af vöru og þjónustu er hægt að kaupa með launum. Í hverjum mánuði skoða tölfræðingar verð í matvörubúðum, verð á rafmagni, húsnæðiskostnað o.s.frv., og gera meðaltal til að skoða hvernig þau hafa breyst. Þetta kallast verðbólga, því verð hækka nánast alltaf.Breytingin á ýmsum útgjaldaþáttum heimilis er svo borin saman við breytingar á launum. Útkoman er breytingin á kaupmætti launa yfir tímabilið sem um ræðir.Það er hægt að reikna kaupmátt út frá stakri vöru – t.d. hversu mörg kíló af osti eða bjórglös er hægt að kaupa fyrir klukkutíma kaup. En til að áætla almennt verðlag og breytingar á því þarf að leggja mörg vöruverð saman og gefa þeim mismunandi vægi eftir mikilvægi þeirra í útgjöldum heimila. Ef heimili verja t.d. að meðaltali 1% af árslaunum sínum í mjólk, fær mjólk 1% vægi þegar almenn vísitala neysluverðs er reiknuð. Þetta þýðir að tölfræðingar og hagfræðingar þurfa að ákveða hversu mikilvægur hver útgjaldaliður er fyrir hvert heimili. Augljóslega skiptir verð bensíns meira máli heldur en verð kóks fyrir flest fólk. Ef kaupmáttur á að vera gagnlegur þarf hann að endurspegla þetta mismunandi mikilvægi ansi nákvæmlega.Þetta er fyrsti staðurinn þar sem við þurfum að fara varlega, því útreikningar ríkisins á verðbólgu passa ekki fyrir margt fólk. Þeir byggja jú á meðalheimili og það getur verið mjög mikill munur á hátekjuheimili og lágtekjuheimili. Til dæmis hefur vægi húsnæðisleigu, húsnæðislána eða sambærilegs kostnaðar – hækkað undanfarin átta ár úr aðeins 16% af útgjöldum meðalheimilis upp í 26% í dag. Þetta finnst mörgum væntanlega ótrúleg tala, sérstaklega þeim sem fá greidd lágmarkslaun og þurfa að eyða miklu hærra hlutfalli af tekjum sínum í húsnæðiskostnað en 26%.Hér kemur annað vandamál í ljós: vægi þátta í verðbólguútreikningum verður að byggja á útgjöldum dæmigerðs heimilis. Í Eflingu er að finna fólk með einhverjar lægstu tekjur á landinu; fyrir okkur skiptir augljóslega engu hvort kampavín sé orðið ódýrara. Húsnæðiskostnaður og barnagæsla skipta miklu meira máli. Samkvæmt tölfræði velferðarráðuneytisins ætti einhleypur, fullorðinn Reykvíkingur að vera með grunnútgjöld upp á um 223.046 kr. fyrir utan húsnæðiskostnað. Margir félagar í Eflingu geta ekki einu sinni komist í námunda við þessa upphæð. Algerar nauðsynjar skipta okkur miklu meira máli.Það er líka mikilvægt að tryggja að í útreikningi kaupmáttar sé leiðrétt fyrir sköttum. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir félaga í Eflingu þar sem skattbyrði þeirra tekjulægstu hefur aukist mikið undanfarin ár, þar sem persónuafsláttur hefur hækkað hægar en laun hafa hækkað. Með þessu móti er hægt að fá raunhæfari mynd af stöðu lágtekjufólks.Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hvernig kaupmáttur ráðstöfunartekna á húsnæðismarkaði, hefur þróast fyrir fólk á lágmarkslaunum í Reykjavík. Samhliða snörpum hækkunum á húsnæðis- og leiguverði síðan 1998 hefur kaupmáttur útborgaðra launa lækkað um nær 40%. Síðan 2011, þegar Þjóðskrá byrjaði að halda tölfræði um greidda húsaleigu, hefur húsaleiga hækkað um nær 80% og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra á lágmarkslaunum á leigumarkaði lækkað um nærri 15%.[/et_pb_text][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/graf-Jamie.jpg“ /][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Þetta er ein ástæða þess að Efling setur baráttuna fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði á oddinn í komandi kjarasamningaviðræðum – viðverðum ekki endilega ríkari með því að fá hærri laun. Í þessu tilviki virðast þau sem nota eignir sínar til að hagnast á öðrum – kapítalistarnir – geta krafsað launin okkar til baka í gegnum leigu og húsnæðislán, hagnað hjá byggingarfyrirtækjum og tekjur af Airbnb.Það er satt að sumt, t.d. flestur matur, hefur orðið ódýrari undanfarið, laun hafa hækkað en verðlag haldist tiltölulega stöðugt. Ostavísitalan lítur nokkuð vel út fyrir flest verkafólk. Þetta er oft notað til að styðja fullyrðingar um að verkafólk krefjist of mikils, að við viljum of mikið af kökunni. En góður mælikvarði á það hversu stóra sneið af kökunni við fáum er að finna í næsta stöplariti.[/et_pb_text][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/graf-Jamie2.jpg“ /][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Mynd 2 sýnir hlutfall launa í landsframleiðslu Íslands. Blái hlutinn á hverju ári er hluti fjármagns, t.d. í hagnaði fyrirtækja og leigutekna. Hér er hægt að sjá að verkalýðshreyfingin er enn að berjast fyrir því að endurheimta það hlutfall af vergri landsframleiðslu sem launafólk fékk á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Við ættum líka að hafa hugfast að þetta graf segir ekkert um hvernig laun dreifast á milli manna – launuð vinna er öll launuð vinna, hvort sem um er að ræða vinnu forstjóra olíufyrirtækis á ofurlaunum eða verkamanneskju á lágmarkslaunum.Heilt á litið virðast kapítalistar og launþegar vera nokkurn veginn jafnir á Íslandi. Í öðrum þróuðum ríkjum hefur hlutfall launa almennt lækkað undanfarna áratugi samhliða því að kapítalistar hafa aukið vald sitt og stéttarfélög orðið veikburða og óskipulögð eða þeim verið tortímt af óvinum þeirra. Við verðum að berjast fyrir því að verkalýðsfélögin verði sterkari og að við heimilum ekki að laun okkar verði flutt til hinna ríkustu í þjóðfélaginu gegnum hærri leigu og hærra húsnæðisverð. Við verðum líka að vera viss um að hagfræði okkar endurspegli raunveruleikann sem við lifum og hrærumst í, eða setja spurningamerki við það hvaðan hún kemur og forðast að taka upp mælikvarða vinnuveitenda okkar og yfirboðara um framfarir.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text- enski hlutinn“ _builder_version=“3.2″]

The reality of purchasing power

The economists say we’re getting richer. Why do we feel so poor?

-Jamie McQuilkin,  member of the Union Board of Efling

There is a great focus in the Icelandic labour movement on what is called the purchasing power of wages, i.e. how many goods and services we can buy with our pay checks. This is right and proper and the standard approach of labour unions in the western world. However, like most tools, this concept can be easily misused.Purchasing power is basically how much stuff it is possible to buy with a wage. Every month, statisticians look at the prices in supermarkets, the price of electricity, the price of housing and so on, and make an average to see how they have changed. This is known as inflation, so-called as prices almost always rise.The change in price of various bits of household expenditure is then paired with changes in wages, and thus we get the change in the purchasing power of wages over the relevant time period.It’s possible to calculate purchasing power with any individual commodity – for example, kilograms of cheese or glasses of beer per hour of salary. However, to estimate the general price level and its changes, many prices are added together, and given different weights in the index, corresponding to their importance in households’ consumption. If e.g. households, on average, spend 1% of their annual wages in buying milk, milk will have the weight of 1% when the index of the general price level is calculated. This means that statisticians and economist have to decide how important each item is in households’ total consumption. Clearly the price of gasoline is more important than the price of Coca Cola to most people’s budgets. If “purchasing power” is to be useful, that difference in importance has to be quite accurate.This is the first point where we must be careful, as unfortunately the government-calculated index of inflation is not accurate for many people. After all, it is based on the average household and there can be a vast difference between the high-income household and the low-income household. For example, the weight given to “housing” – rent, mortgage or the equivalent cost – has, over the last eight years, only increased from 16% of the average households’ expenditures to 26% today. This is likely to cause disbelief amongst many, especially those on the minimum wage which must spend a much higher proportion of their income on housing than 26%.This in turn reveals another problem: the weighting of the index of inflation must be based on the purchasing of an representative person or household. In Efling, we have some of the lowest incomes in the country; obviously for us it is irrelevant if champagne has become cheaper. Housing rents, mortgages and childcare are much more important. According to statistics used by the Welfare ministry, a single adult in Reykjavík should have basic outgoings of around 223.046 kr., before housing costs are included – many of our members can spend nothing like this amount. The bare essentials are much more important for us.It is also important to make sure that purchasing power is corrected for tax and benefits, i.e. net taxation. This is particularly important for Efling members as net taxation for those on the lowest wages has increased considerably in recent years, as the tax-free allowance has been adjusted upwards below the rate of wage increase. Thus, it is possible to begin to get a more accurate picture of the reality experienced by those on low wages.For example, below is how the housing purchasing power of after-tax wages has developed for the minimum-wage worker in Reykjavik. Since 1998, as housing and rental prices have aggressively increased, the purchasing power for in-pocket minimum wages has dropped by nearly 40%. And since 2011, which is when Þjóðskrá started compiling the data on paid housing rents, as rents have increased by nearly 80%, a nearly 15% drop in the purchasing power of in-pocket minimum wages in the housing rental market is a fact.[/et_pb_text][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Graf-Jamie-copy.jpg“ /][et_pb_text admin_label=“Text- myndtexti“ _builder_version=“3.2″]Figure 1 – As cost of housing has increased, the purchasing power of minimum wages in the housing market has decreased despite increases in nominal wages[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text- enski hlutinn“ _builder_version=“3.2″]This is one of the reasons why Efling is prioritizing the fight for affordable housing in the upcoming wage negotiations – we do not necessarily get richer by getting higher wages. In this case, it seems that the those who use their property to gain from others – the capitalists – are able to claw back our wages in rents and mortgages, profits for building companies and returns from AirBnBs.It is true that some things – like most food – have gotten comparatively less expensive recently (wages have gone up, but prices stayed relatively flat). The “cheese index” is looking good for most workers. Often this is used as an argument that workers are demanding too much, as “we want too much of the pie”. However, a good indicator of how much of the pie we actually receive, is in the following graph.[/et_pb_text][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Graf-Jamie-2-copy.jpg“ /][et_pb_text admin_label=“Text- myndtexti“ _builder_version=“3.2″]Figure 2 – The share of national income between labour (all waged employees included) and capital[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text- enski hlutinn“ _builder_version=“3.2″]This shows the share of wages in the national economic production of Iceland. The blue section in each year is the share taken by capital, for example in corporate profits and rents for housing. It’s possible to see that the labour movement are still fighting to regain the share of the economy that wage workers received in the 2000s. We should note also that this graph says nothing about wage distribution – “wage work” is all wage work, whether the wage of an overpaid oil-company boss or a minimum-wage worker.Overall, it seems that capitalists and wage workers are more or less an equal match in Iceland. In other developed countries, the wage share has generally declined over the last decades, as capitalists have consolidated their power and unions have become weak and disorganized, or have been destroyed by their opponents. We must fight to ensure that our unions become stronger, and that we do not let our wages be redistributed to the richest in society in the form of higher rents and higher house prices. We must also be sure that our economics reflects our lived experience or question where it comes from, and avoid uncritically adopting measures of progress used by our employers and rulers.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]