Stóru málin: Fundaröð Eflingar um nýjar áherslur í vinnumarkaðsmálum

[et_pb_section bb_built=“1″][et_pb_row][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]–English belowEfling – stéttarfélag boðar til fundaraðar þar sem fjallað verður um stórar spurningar varðandi vinnumarkaðsmál og tengd efni. Tilgangur fundaraðarinnar er að hvetja til opinnar umræðu um vinnumarkaðsmál út frá hagsmunum félagsmanna Eflingar, ekki síst með hliðsjón af komandi kjarasamningavetri. Þá er fundaröðin einnig hugsuð sem innlegg til umræðu um markmið og samfélagssýn verkalýðshreyfingarinnar, en hreyfingin hefur undirgengist talverða endurnýjun á síðustu misserum og þörfin fyrir hugmyndafræðilega endurskoðun er brýn.[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2017/09/logo_forsida_efling_tops.png“ /][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Fundirnir eru allir með því sniði að fyrirlesari með sérþekkingu á tiltekinni hlið vinnumarkaðsmála flytur upphafserindi og að því búnu verður boðið til pallborðsumræðu undir stjórn fundarstjóra og boðið upp á fyrirspurnir úr sal. Fundirnir verða allir á mánudögum í júní og hefjast klukkan 16:30. Þeir eru haldnir á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni, í salnum Hvammi á jarðhæð, og eru opnir öllum án aðgangseyris. Fundunum verður streymt í gegnum samfélagsmiðla Eflingar og verður túlkur á staðnum sem þýðir það sem fram fer með texta á skjá. Kaffi og létt snarl verður í boði án endurgjalds.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_image admin_label=“Image- Stefán“ _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Stefan-Olafsson.jpg“ /][/et_pb_column][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Á fyrsta fundinum í röðinni, þann 4. júní, mun Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi. Í fyrirlestrinum mun Stefán gera grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknar sinnar Ójöfnuður á Íslandi en um leið svara þeirri spurningu hvaða áhrif Þjóðarsáttarsamningarnir 1990 höfðu á þróun ójöfnuðar. Um er að málefni sem hefur verið talsvert í umræðunni í tengslum við málflutning ASÍ um Þjóðarsáttina og ólíkar nálganir á kjarasamingagerð.Frekari upplýsingar um fundinn má sjá hér. [/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_image admin_label=“Image – Onaran“ _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/onaraphoto.jpg“ /][/et_pb_column][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Á öðrum fundinum, sem haldinn verður 11. júní, mun breski hagfræðingurinn Özlem Onaran flytja fyrirlestur undir heitinu Equality-led development and the role of trade unions eða Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga. Onaran hefur unnið úttektir fyrir Alþjóða vinnumálastofnunina og birt fjölda greina um efnahagslegan ávinning þess að auka hlut launa í þjóðarframleiðslu. Fundurinn verður á ensku en verður túlkaður á íslensku með texta á skjá.Frekari upplýsingar um fundinn má sjá hér.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_image admin_label=“Image – Ólafur“ _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/Olafur-Margeirs-63bw.jpg“ /][/et_pb_column][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]Þriðji fundurinn, þann 18. júní, er skipulagður í kringum erindi Ólafs Margeirssonar sem nefnist Geta lífeyrissjóðir byggt upp húsnæðisleigumarkað á Íslandi? Framkvæmd, fjárhagsleg tækifæri og þjóðhagsleg áhrif. Í erindinu ræðir Ólafur um hvernig nýta mætti íslenska lífeyrissjóðakerfið til að bregðast við ástandinu  á leigumarkaði og mun hann m.a. greina frá samanburði við Sviss.Frekari upplýsingar um fundinn koma síðar.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.2″]

The Big Picture: Efling presents a series of meetings focusing on new priorities in labour market issues.

Efling trade-union invites you to a series of Monday meetings in June. The topics will relate to the big questions we currently face regarding the labour market and other related issues. All meetings will take place in Grand Hótel and will start at 16:30.June 4th – National Consensus and the Development of Inequality in Iceland– Stefán Ólafsson, Professor of SociologyJune 11th – Equality-led development and the role of trade unions – Özlem Onaran, Professor of Economics at the University of Greenwich – The meeting will be in English but simultaneous on-screen translation will be provided.June 19th – Can the Pension Funds Develop a Rental Market in Iceland? Execution, Financial Opportunities and Effect on the National Economy.– Ólafur Margeirsson, economistEach talk will be followed by a panel discussion, where the moderator will take questions from the room. The meetings are open to everyone, free of charge. The meetings will be streamed live on Efling’s Facebook page.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row][et_pb_column type=“1_2″][et_pb_image _builder_version=“3.2″ src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/efling-fundarodAA.jpg“ url=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/06/efling-fundarod-AA.pdf“ url_new_window=“on“ /][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]