Select Page

Hægferð með stuðningi í íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál verður í boði fyrir félagsmenn Eflingar sem vilja fara á fagnámskeiðin fyrir eldhús og mötuneyti. Gert er ráð fyrir að nemendur taki stöðupróf í upphafi til að kanna þekkingu þeirra á íslensku.

Fagnámskeið I: hefst 25. september til 22. nóvember 2018. Hefðbundin kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 15:15 -18:50. Kennt er til viðbótar á miðvikudögum fyrir þá sem þurfa á stuðningi að halda í íslensku.  Á námskeiðinu er lögð áhersla á næringarfræði, hreinlætis- og örverufræði, matreiðslu, tölvunám og samskipti.

Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa við greinina og er þeim að kostnaðarlausu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere