Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa Eflingar á 43. þing Alþýðusambands Íslands

24. 09, 2018

Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa Eflingar – stéttarfélags á 43. þing Alþýðusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík dagana 24. – 26. október 2018.Tillögur vegna þingsins með nöfnum 54 aðalfulltrúa og jafnmörgum til vara ásamt meðmælabréfum 120 fullgildra félagsmanna skulu hafa borist skrifstofu Eflingar – stéttarfélags fyrir kl. 13.00 föstudaginn 28. september 2018.Kjörstjórn Eflingar – stéttarfélags