Um framlag stjórnvalda til kjarasamninga

[et_pb_section bb_built=“1″ _builder_version=“3.0.47″ custom_padding=“0|0px|54px|0px|false|false“][et_pb_row _builder_version=“3.0.48″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ custom_padding=“0|0px|27px|0px|false|false“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.9″]

– eftir Stefán Ólafsson, sérfræðing hjá Eflingu-stéttarfélagi.

I. Fag­ur­gali eða alvöru vilji?

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar seg­ir: “Rík­is­stjórnin mun beita sér fyrir sam­stilltu átaki með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins til að tryggja að kjara­samn­ingar skili launa­fólki og sam­fé­lag­inu raun­veru­legum ávinn­ing­i.”

Einnig þetta: “Hafin verður end­ur­skoðun á tekju­skatts­kerf­inu með áherslu á lækkun skatt­byrði og mögu­legar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi per­sónu­af­sláttar og sam­spili við bóta­kerfi sem ætlað er að styðja við tekju­lægri hópa (lág­tekjur og lægri milli­tekj­ur).”

Þetta eru æski­leg mark­mið.

Hins vegar var reynslan af fram­lagi stjórn­valda á síð­asta samn­ings­tíma­bili (2015 til 2018) önd­verð. Þá juku stjórn­völd skatt­byrði launa­fólks, og bitn­aði það sér­stak­lega á lág­launa­fólki.

Það gerð­ist vegna þess að skatt­leys­is­mörk fylgdu ekki launa­þró­un, eins og nauð­syn­legt er til að halda skatt­byrði óbreyttri frá ári til árs þó laun hækki. Þá rýrn­uðu vaxta­bætur veru­lega og barna­bætur sömu­leið­is. Mun færri fengu þessar bætur en áður og hækk­aði það skatt­byrði við­kom­andi umtals­vert.

Hús­næð­is­stuðn­ingur stjórn­valda varð í heild­ina minni en nokkrum sinnum áður, á sama tíma og bæði kaup­verð íbúð­ar­hús­næðis og húsa­leiga fóru úr öllum bönd­um, með gríð­ar­legum hækk­un­um.

Þannig urðu aðgerðir stjórn­valda til þess að rýra stór­lega þær kjara­bætur sem verka­lýðs­hreyf­ingin samdi um á síð­asta samn­ings­tíma­bili, einkum hvað snertir lægri launa­hópa. Þetta er ein af stóru ástæð­unum fyrir þeirri djúp­stæðu óánægju sem er meðal launa­fólks og innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í dag.

Þess­ari þróun eru gerð grein­ar­góð skil í skýrslu Gylfa Zoega um stöðu efna­hags­mála í aðdrag­anda kjara­samn­inga (2018), sem unnin var fyrir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Þetta hefur einnig komið fram í gögnum sem ASÍ hefur lagt fram um þessi mál og í viða­miklum fræði­legum rann­sóknum á þróun tekju­skipt­ing­ar­inn­ar.

Lítum aðeins á gögn um þessa þró­un.

II. Stjórn­völd hafa vegið að lág­tekju­fólki

a) Rýrnun per­sónu­af­sláttar eykur skatt­byrði lág­launa­fólks

Hvort sem litið er til áranna frá 1990 til hruns eða áranna eftir 2014 þá hefur þró­unin verið á þann veg, að per­sónu­frá­dráttur (skatt­leys­is­mörk) tekju­skatt­kerf­is­ins hefur rýrnað umtals­vert. Það skilar sér beint í auk­inni skatt­byrði og kemur með mestum þunga á lág­launa­fólk. Rýrnun skatt­leys­is­marka í núver­andi tekju­skatt­kerfi vegur þannig stór­lega gegn hags­munum með­lima verka­lýðs­fé­lag­anna.

Mynd 1 sýnir rýrnun skatt­leys­is­markanna) frá 1990 til 2018.

[/et_pb_text][et_pb_image src=“https://efling.is/wp-content/uploads/2018/09/ryrnun-skattleysismarka-1.jpg“ _builder_version=“3.9″]
[/et_pb_image][et_pb_text _builder_version=“3.9″]

Mynd 1: Þróun skatt­leys­is­marka í hlut­falli við lág­marks­laun, frá 1990 til 2018. Heim­ild­ir: Rík­is­skatt­stjóri og Efl­ing-­stétt­ar­fé­lag.

Á árunum frá 1988 til 1996 voru skatt­leys­is­mörkin hærri en lág­marks­laun. Það er að segja, umsamin lág­marks­laun á vinnu­mark­aði voru skatt­frjáls í tekju­skatti (allir greiddu samt virð­is­auka­skatt af neyslu sinn­i). Hið sama gilti um hámarks líf­eyr­is­greiðslur frá Trygg­inga­stofnun (þ.e. óskertan líf­eyri) – þær voru líka skatt­frjálsar á þessum tíma.

Í dag er innan við helm­ingur lág­marks­launa skatt­frjáls!

Stjórn­völd voru að rýra skatt­leys­is­mörkin ár frá ári eftir 1991 og hélst sú þróun áfram meira og minna til 2006. Vinstri stjórnin hækk­aði svo skatt­leys­is­mörkin aðeins eftir hrun (2009 og 2010) og lækk­uðu þau síðan nokkuð til 2013.

Eftir 2014, eða á síð­asta samn­ings­tíma­bili, tók svo aftur við umtals­verð rýrnum skatt­leys­is­marka (í hlut­falli við laun), sem hefur staðið alveg til 2018. Skatt­leys­is­mörkin fóru þá úr um 61% árið 2014 af lág­marks­launum niður í 49% á yfir­stand­andi ári. Þannig var sífellt stærri hluti lág­marks­launa skatt­lagð­ur. Skatt­leys­is­mörkin héldu ekki í við þróun lág­marks­launa og þar með jókst skatt­byrði lág­marks­launa.

Þessi skip­an, að láta skatt­leys­is­mörkin ekki fylgja launa­vísi­tölu (heldur aðeins verð­lags­vísi­tölu) hækkar skatt­byrði lág­launa­fólks sjálf­krafa þegar laun hækka umfram verð­lag.

Þetta er sér­stak­lega ósann­gjarnt og raunar óþol­andi, vegna þess að við­mið­un­ar­mörk hærra álagn­ing­ar­þreps­ins í tekju­skatt­inum er bundið þróun launa­vísi­töl­unnar (eins og bent er á í skýrslu Gylfa Zoega fyrir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið).

Það þýð­ir, að þegar hærri launa­hóp­arn­ir, þeir sem eru með meira en 900.000 kr. á mán­uði, fá kaup­hækkun þá eykst skatt­byrði þeirra ekki. Það er aðeins hjá lág­launa­fólki og milli­tekju­hópum sem skatt­byrði eykst sjálf­krafa með kaup­hækk­un­um.

Þetta er óþol­andi órétt­læti í garð lág­launa­fólks sem verka­lýðs­hreyf­ingin verður að stöðva nú þeg­ar.

b) Rýrnun vaxta­bóta og barna­bóta veikir vel­ferð­ina (og hækkar skatt­byrði margra í lægri launa­hóp­um)

Stjórn­völd voru einnig að rýra vaxta­bætur og barna­bætur á ára­tugnum fram að hruni, sem bitn­aði einkum á ungu fjöl­skyldu­fólki sem var að koma sér upp hús­næði. Margt af því fólki var snemma á starfs­ferli sínum og því oft á lágum laun­um. Þannig var stuðn­ingur opin­bera vel­ferð­ar­kerf­is­ins til þess­ara hópa dreg­inn sam­an, sem auð­vitað rýrði kjör við­kom­andi fjöl­skyldna.

Á árunum eftir hrun voru vaxta­bætur auknar mjög mikið af vinstri stjórn­inni til að milda aukna greiðslu­byrði hús­næð­is­skulda (sem jókst vegna verð­bólgu og mik­illar lækk­unar kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna).  En eftir 2013 hafa stjórn­völd skert barna- og vaxta­bætur stór­lega. Bæði hefur dregið úr útgjöldum og þeim sem njóta þess­ara bóta hefur stór­lega fækk­að, eins og sjá má á mynd 2.

[/et_pb_text][et_pb_image src=“https://efling.is/wp-content/uploads/2018/09/faekkun_barna_og_vaxtab.2.jpg“ _builder_version=“3.9″]
[/et_pb_image][et_pb_text _builder_version=“3.9″]

Mynd 2: Fækkun fram­telj­enda sem fá barna- og vaxta­bæt­ur, frá 2013 til 2017. Heim­ild: Rík­is­skatt­stjóri

Þiggj­endum barna­bóta hefur fækkað um nærri fjórð­ung, eða 23%, á þessum 4 árum (sem jafn­gildir 13.147 fram­telj­end­um).

Þiggj­endum vaxta­bóta hefur fækkað um hátt í helm­ing, eða um 42%, á tíma­bil­inu. Þannig hafa hátt í 20 þús­und fram­telj­endur misst vaxta­bætur sem nið­ur­greiða vaxta­kostnað fjöl­skyldna af því að koma sér upp eigin hús­næði.

Þetta eru gríð­ar­lega miklar breyt­ing­ar, sem eru ekk­ert annað en aðför að vel­ferð­ar­kerf­inu og sér­stak­lega að lífs­kjörum ungs fjöl­skyldu­fólks. Þar eð þessar bætur eru tekju- og eigna­tengdar og einnig tengdar hjú­skap­ar­stöðu þá bitnar þetta hlut­falls­lega mest á fólki sem er á lægstu launum og lægri milli launum – og þeim sem eru eigna­litlir fyrir og oft með umtals­verða barna­fram­færslu.

Mynd 3 sýnir svo þróun hús­næð­is­stuðn­ings hins opin­bera (bæði vaxta­bætur og húsa­leigu­bæt­ur) frá 2003 til 2016.

Mynd 3: Hús­næð­is­stuðn­ingur hins opin­bera, sem % af vergri lands­fram­leiðslu

[/et_pb_text][et_pb_image src=“https://efling.is/wp-content/uploads/2018/09/husnaedisstudningur3.jpg“ _builder_version=“3.9″]
[/et_pb_image][et_pb_text _builder_version=“3.9″]

Heim­ild: Hag­stofa Íslands

Frá 2003 til 2007 voru stjórn­völd að draga árlega úr hús­næð­is­stuðn­ingi við ungar fjöl­skyld­ur, á sama tíma og verka­manna­bú­staða­kerfið hafði verið lagt niður og bönk­unum hleypt inn á hús­næð­is­lána­mark­að­inn. Frá 2004 tók hús­næð­is­verð (og húsa­leiga) að hækka veru­lega – sam­hliða rýrnun opin­bers hús­næð­is­stuðn­ings við fjöl­skyldu­fólk.

Eins og myndin sýnir stórjókst hús­næð­is­stuðn­ing­ur­inn í tíð vinstri stjórn­ar­innar eftir hrun og náði hámarki árið 2011. Árið 2013 hafði hann verið lækk­aður (með nið­ur­lagn­ingu sér­stakra vaxta­bóta) og eftir 2014 hefur hann lækkað umtals­vert á ný.

Árið 2016 var opin­ber hús­næð­is­stuðn­ingur orð­inn lægri en hann hefur nokkru sinni verið frá því kerfið var tekið upp árið 1990. Á sama tíma hefur bæði hús­næð­is­verð og húsa­leiga náð áður óþekktum hæð­um, með alvar­legum afleið­ingum fyrir kjör lág­launa­fólks, ekki síst ungs fjöl­skyldu­fólks.

Í fjár­hags­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir 2018 til 2022 kemur fram að stjórn­völd eru að gera ráð fyrir að lækka útgjöld til hús­næð­is­stuðn­ings umtals­vert til við­bótar á næstu árum. Ótrú­legt – en satt!

Íslend­ingar hafa lengi búið við eina allra hæstu hús­næð­is­vexti á Vest­ur­löndum og í bland við verð­trygg­ingu neyslu­lána hafa verið lagðar mun meiri byrðar á íslenskar fjöl­skyldur við að koma sér upp öruggu hús­næði en tíðkast í grann­ríkj­un­um.

Þörf er meiri hús­næð­is­stuðn­ings (nið­ur­greiðslu vaxta­kostn­aðar hús­næð­is­lána og leigu) – en ekki minni eins og stjórn­völd stefna að (skv. fjár­hags­á­ætlun til árs­ins 2022).

III. Stjórn­völd brugð­ust síð­ast – hvað ger­ist nú?

Á tíma­bili síð­asta kjara­samn­ings (frá 2015 til 2018) hafa stjórn­völd þannig vegið stór­lega að kjörum sem um var samið og hefur það bitnað hlut­falls­lega mest á lægstu launa­hóp­um, en afleið­ing­arnar ná einnig upp í lægri mið­launa­hópana.

Þetta fólk finnur lítið fyrir góð­ær­inu.

Þess­ari her­ferð stjórn­valda gegn lífs­kjörum launa­fólks þarf að hrinda og snúa við. Stjórn­völd þurfa nú að standa við lof­orðin sem þau hafa gef­ið.

En er þess að vænta við núver­andi aðstæð­ur?

Mér hefur sýnst að fyrstu skref starfs­hópa á vegum stjórn­valda við vinnu að breyttu skatta- og bóta­kerfi boði ekki gott í þessum efn­um. Þeir hafa sótt fyr­ir­myndir til Banda­ríkj­anna en ekki til Skand­in­av­íu.

Á næst­unni mun reyna á hvort stjórn­völd leggi fram eitt­hvað sem um munar til að breyta þeirri óheilla­þróun sem hér að ofan er lýst.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]