Select Page

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) hefur samþykkt kröfugerð á hendur stjórnvöldum og atvinnurekendum fyrir komandi kjaraviðræður. Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur samningsumboð 19 verkalýðsfélaga innan SGS, þar á meðal Eflingar en samninganefnd Eflingar samþykkti að fela samninganefnd SGS umboð sitt til samningsgerðar.

Helsta krafan gagnvart Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að launaliðnum er sú að lágmarkslaun verði 425.000 krónur í lok samningstímans að því gefnu að ekki komi til umtalsverðra skattkerfisbreytinga.

Gagnvart stjórnvöldum er þess m.a. krafist að lágmarkslaun verði skattlaus og að skatta- og bótakerfið verið enduskoðað. Þá verði gert þjóðarátak í húsnæðismálum.

Kröfugerð Starfsgreinasamnbandsins á hendur Samtökum atvinnulífsins í heild sinni má sjá hér

Kröfugerð Starfsgreinasambandsins á hendur stjórnvöldum í heild sinni má sjá hér 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere