Kröfugerð SGS fyrir komandi kjaraviðræður

11. 10, 2018

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) hefur samþykkt kröfugerð á hendur stjórnvöldum og atvinnurekendum fyrir komandi kjaraviðræður. Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur samningsumboð 19 verkalýðsfélaga innan SGS, þar á meðal Eflingar en samninganefnd Eflingar samþykkti að fela samninganefnd SGS umboð sitt til samningsgerðar.Helsta krafan gagnvart Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að launaliðnum er sú að lágmarkslaun verði 425.000 krónur í lok samningstímans að því gefnu að ekki komi til umtalsverðra skattkerfisbreytinga.Gagnvart stjórnvöldum er þess m.a. krafist að lágmarkslaun verði skattlaus og að skatta- og bótakerfið verið enduskoðað. Þá verði gert þjóðarátak í húsnæðismálum.Kröfugerð Starfsgreinasamnbandsins á hendur Samtökum atvinnulífsins í heild sinni má sjá hérKröfugerð Starfsgreinasambandsins á hendur stjórnvöldum í heild sinni má sjá hér