Nýir tímar á ASÍ-þingi -Verkakonur frá Gana segja: hingað og ekki lengra

26. 10, 2018

[et_pb_section fb_built=“1″ _builder_version=“3.0.47″ custom_padding=“0|0px|0|0px|false|false“][et_pb_row _builder_version=“3.0.48″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ custom_padding=“0|0px|27px|0px|false|false“][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.0.47″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.74″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“]Viðbrigði urðu á 43. þingi Alþýðusambandsins í vikunni þegar tvær íslenskar verkakonur sem eiga uppruna frá Gana stigu í pontu og lýstu óboðlegum aðstæðum sem þær búa við. „Við getum ekki lifað við þetta lengur,“ segir Ruth Adjaho, önnur þeirra. Launin þeirra séu svo lág að þau geti ekki lifað af þeim og ekki komist til mennta.Ruth segir þetta ástand ekki bara óþolandi, heldur hættulegt. Sumar konur séu fastar í vondri sambúð, því þær geta ekki búið einar á laununum sínum. „Ef þú kemur erlendis frá, þá er mjög erfitt að redda sér. Þú hefur ekki stórt félagsnet. Þetta er lífshættulegt, ég þekki nokkrar manneskjur sem hafa dáið í svona aðstæðum. Við þurfum að gera eitthvað í þessu strax.“Jafnvel konum með stöðugt heimili, vinnu og viðleitni til menntunar, sé mikill vandi búinn. „Fólki er ekki að takast að vera með fjölskyldunni sinni, getur ekki lifað lífinu. Allur peningurinn fer í leigu, mat, og nauðsynjar fyrir börnin.“„Ég vinn á Landspítalanum og var með 80% starf. Með mikilli aukavinnu fékk ég kannski 270, 280 þúsund krónur útborgaðar. Ég er núna að læra viðskiptafræði í MK til að sleppa úr þessu, en á meðan þarf ég að vinna minna. Nú fæ ég bara 150 þúsund krónur á mánuði. Eiginmaðurinn minn hefur þurft að fórna miklu og vinna mikla yfirvinnu. Við sjáumst varla lengur. Ég held ég verði að hætta náminu, því það bitnar á fjölskyldunni. Mér líður eins og ég sé föst í gildru.“„Okkur langaði að koma skilaboðunum á framfæri,“ segir Innocentia Fiati, sem tók líka til máls. „Ég vinn sem matráður á Landspítalanum, í fullu starfi, með réttindi. Ég fæ samt bara 300 þúsund krónur.“ Hún er í sams konar klípu og Ruth, því hún þarf stundum að sleppa vinnu vegna skóla sem hún sækir.„Ég þarf reglulega að taka fjögurra tíma hlé frá vinnu, launalaust, til að komast í tíma. Svo beint í vinnuna aftur. Þá lækka launin mín niðurfyrir 300 þúsund. Stundum þverneita ég að skoða launaseðilinn minn, hann vekur hjá mér skelfingu!“ segir hún og hlær.Innocentia segist vera vongóð um komandi kjaraviðræður. „Ef þau byggja á punktunum sem við lögðum fram í samninganefndinni hjá Eflingu, þá held ég að þetta geti farið vel.“Meðal atriða í kröfugerð Eflingar, sem skrifuð var af stórum hópi félagsmanna, eru aukið svigrúm til menntunar með vinnu og bættar aðstæður erlends verkafólks í fjölda málaflokka.„Ég hef aldrei talað opinberlega á Íslandi áður, og mér var sagt að venjulega færi bara hvítt fólk og helst íslenskt í pontu á þessu þingi. Svo ég ákvað að slá til,“ segir Innocentia. „Þetta var söguleg stund!“ Ruth tekur í sama streng. „Ef eitthvað verður gert í þessu, þá væri það stórkostlegt. Þá gerði ég þetta ekki til einskis.“Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði að framsögur þeirra Ruth og Innocentiu á þinginu hafi verið sögulegur viðburður að hans mati. „Það er greinilegt að nýjar hræringar í íslenskri verkalýðshreyfingu er að gefa áður jaðarsettum hópum sjálfstraust og þor. Ég er gríðarlega stoltur af Eflingarkonunum Ruth og Innocentiu sem stigu óhræddar í pontu beint á eftir röð af sérfræðingum og körlum úr gömlu forystu verkalýðshreyfingarinnar og lýstu kjörum sínum og aðstæðum á áhrifamikinn hátt.” [/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section][et_pb_section fb_built=“1″ _builder_version=“3.0.47″ custom_padding=“8px|0px|54px|0px|false|false“][et_pb_row _builder_version=“3.0.48″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.47″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_image src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/10/ASÍ-þing-241018_2.jpg“ _builder_version=“3.9″][/et_pb_image][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.47″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_image src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2018/10/ASÍ-þing-241018_1.jpg“ _builder_version=“3.9″][/et_pb_image][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]