Gerðubergsfundur Eflingar: Kjarakönnun Eflingar – niðurstöður kynntar

26. 11, 2018

Laugardaginn 1. desember boðar Efling – stéttarfélag til opins fundar um niðurstöður kjarakönnunar félagsins. Það er Gallup sem vinnur könnunina líkt og undanfarin ár en hún er viðamikil og veitir dýrmætar upplýsingar um viðhorf og aðstæður félagsmanna í Eflingu. Fjallað er um Dagskrá fundarins hefst með því að Tómas Bjarnason frá Gallup kynnir helstu niðurstöður könnunarinnar. Að því búnu mun Sara Öldudóttir sérfræðingur hjá Eflingu fjalla um tengslin milli könnunarinnar og kröfugerðarinnar sem Efling hefur lagt fram ásamt öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins.

Að venju er gætt að því að spyrja sömu spurninga og á fyrri árum til að auðvelda samanburð og greina þróun milli ára, en þó er einnig boðið upp á nýjar spurningar. Í ár verður spurt hvort félagsmenn séu hlynntir eða andvígir því að afnema verðtryggingu á húsnæðislánum auk þess sem farið er í fleiri hliðar skuldsetningar. Í takt við áherslu forystu Eflingar á jöfnuð er einnig spurt hvort félagsmenn séu hlynntir því að jafna tekjur meira í íslensku samfélagi og hvaða leiðir félagsmenn telji árangursríkastar til þess.

Þá endurspegla nýjar spurningar um lífeyrissjóðakerfið þær kröfur um endurskoðun kerfisins sem æ fleiri raddir hafa tekið undir á síðustu misserum. Þannig er spurt hvort félagsmenn beri traust til kerfisins og hvort þeir telji það verða létt eða erfitt að ná endum saman með lífeyrisgreiðslum þegar þeir fara á lífeyri.

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 14:30 og verður honum streymt í gegnum Facebook-síðu Eflingar. Boðið verður upp á köku og kaffi að lokinni dagskrá. Textatúlkun á ensku verður á skjá. Hægt er að skrá börn í ókeypis barnapössun á vef Eflingar hér:

 

Please select a valid form