Námskeið: Kjarasamningar, friðarskylda og verkföll; 15-22 janúar 2019

Kjarasamningar, friðarskylda og verkföll . Á námskeiðinu verður farið yfir hinn formlega feril við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla.

Fjallað er um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninganefnda, hlutverk, heimildir og stöðu ríkissáttasemjara.
Námskeiðið er í þrjú skipti, 2 klst. í senn.
Dagsetning: 15. 17. og 22. janúar 2019
Tími: 16:00 – 18:00
Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð (Bárubúð)
Verð: 21.000 kr.

Námskeiðið er einnig í fjarfundi (fjarkennsla).

Námskeiðið er trúnaðarmönnum, stjórnarmönnum og starfsfmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.
Meðlimir Eflingar geta sótt um styrk frá fræðslusjóði Eflingar að námskeiði loknu.

Skrá mig á námskeið