Select Page

Í morgun var kynnt á fundi skýrslan Sanngjörn dreifing skattbyrðar sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson skrifuðu að beiðni Eflingar – stéttarfélags.

Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði samkvæmt tillögum í nýrri skýrslu eftir Stefán Ólafsson og Indriða H. Þorláksson. Þær útfærslur sem kynntar eru í skýrslunni myndu að auki jafna ráðstöfunartekjur milli kynjanna, bæta hag ellilífeyrisþega, öryrkja og ungs fólks á vinnumarkaði.

Samkvæmt tillögunum fengju um 90% framteljenda skattalækkun, lítil breyting yrði á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Sýndar eru margar leiðir til að fjármagna slíkar breytingar, bæði með því að nýta núverandi svigrúm í ríkisfjármálunum og með brýnum umbótum á skattheimtu og efldu eftirliti með skattaundanskotum og skattvikum.

Nálgast má skýrsluna HÉR

Nálgast má kynningarglærur HÉR

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere