Sanngjörn dreifing skattbyrðar – umbótaáætlun í skattamálum

Í morgun var kynnt á fundi skýrslan Sanngjörn dreifing skattbyrðar sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson skrifuðu að beiðni Eflingar – stéttarfélags.Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði samkvæmt tillögum í nýrri skýrslu eftir Stefán Ólafsson og Indriða H. Þorláksson. Þær útfærslur sem kynntar eru í skýrslunni myndu að auki jafna ráðstöfunartekjur milli kynjanna, bæta hag ellilífeyrisþega, öryrkja og ungs fólks á vinnumarkaði.Samkvæmt tillögunum fengju um 90% framteljenda skattalækkun, lítil breyting yrði á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Sýndar eru margar leiðir til að fjármagna slíkar breytingar, bæði með því að nýta núverandi svigrúm í ríkisfjármálunum og með brýnum umbótum á skattheimtu og efldu eftirliti með skattaundanskotum og skattvikum.Nálgast má skýrsluna HÉR. Nálgast má kynningarglærur HÉR