Select Page

Stendur þú í stappi í vinnunni?
Er verið að snuða þig um laun, kaffitíma eða réttindi?
Er þér sýnd vanvirðing?

Félagssvið Eflingar býður þér á sérstakt námskeið. Kevin Ray og Marianne Garneau frá stéttarfélaginu Stardust Family United bjóða upp á þjálfun sem er byggð á reynslu þeirra af skipulagningu hins heimsfræga Ellen’s Stardust Diner við Times Square. Syngjandi framreiðslufólk þar skipulagði sig og tekur nú ákvarðanir lýðræðislega um hvernig þau vilja bregðast við vandamálum á vinnustaðnum.

Þau munu kenna okkur hvernig við getum:

Haldið maður-á-mann fundi með vinnufélögum

Skipulagt og framkvæmt stigvaxandi aðgerðir á vinnustaðnum

Leyst úr vandamálum sem falla ekki undir kjarasamning.

Fundurinn fer fram á ensku

10 Febrúar 2019, klukkan 13:00 – 17:00 á fjórðu hæð í húsi Eflingar, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere