Select Page

Fólkið í Eflingu, folkid.efling.is hefur hlotið tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna í flokki samfélagsvefja.

Á vefsíðunni er að finna tugi stuttra frásagna fólksins í Eflingu sem Alda Lóa Leifsdóttir, blaðamaður hefur haft veg og vanda af að safna saman. Sögurnar hafa vakið mikla athygli og eiga sinn þátt í að efla vitund félagsmann og styðja sókn til bættra kjara og aukins réttlætis í samfélaginu.

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2018 verða veitt í 11 flokkum en að auki verða veitt sérstök verðlaun fyrir hönnun og viðmót sem og vef ársins. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir aðgengilegasta vefinn.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins. Þau eru haldin með það að markmiði að efla íslenskan vefiðnað, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Verðlaunaafhending fer fram 22. febrúar á Hilton Hótel Nordica.

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

Fólkið í Eflingu á Facebook

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere