Fólkið í Eflingu hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

20. 02, 2019

Fólkið í Eflingu, folkid.efling.is hefur hlotið tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna í flokki samfélagsvefja.

Á vefsíðunni er að finna tugi stuttra frásagna fólksins í Eflingu sem Alda Lóa Leifsdóttir, blaðamaður hefur haft veg og vanda af að safna saman. Sögurnar hafa vakið mikla athygli og eiga sinn þátt í að efla vitund félagsmann og styðja sókn til bættra kjara og aukins réttlætis í samfélaginu.

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2018 verða veitt í 11 flokkum en að auki verða veitt sérstök verðlaun fyrir hönnun og viðmót sem og vef ársins. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir aðgengilegasta vefinn.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins. Þau eru haldin með það að markmiði að efla íslenskan vefiðnað, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Verðlaunaafhending fer fram 22. febrúar á Hilton Hótel Nordica.

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

Fólkið í Eflingu á Facebook