Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun

21. 02, 2019

Smelltu hér til að greiða atkvæði. Allir sem starfa undir hótel- og veitingasamningi Eflingar eru á kjörskrá.

Fundur samninganefndar Eflingar-stéttarfélags haldinn 21. febrúar 2019 samþykkti að láta fara fram almenna leynilega rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna skv. kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi sem rann út þann 31.desember 2018.

Vinnustöðvunin ef samþykkt verður, mun taka til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum sem er lögsagnar umdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Botnsá, Grímsnes og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

Lagt er til að vinnustöðvun ofangreindra félagsmanna verði tímabundin og hefjist klukkan 10:00 að morgni 8. mars 2019 og ljúki klukkan 23:59 þann 8. mars 2019 nema kjarasamningar hafi tekist fyrir þann tíma.

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 10 að morgni 25.2 2019 og lýkur kl.22:00, fimmtudaginn 28.2 2019.

Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags

Verkföll – spurt og svarað