Halldór Björnsson látinn

11. 02, 2019

Halldór Björnsson, fyrrverandi verkalýðsforkólfur er látinn.

Halldór starfaði innan verkalýðshreyfingarinnar í nærri hálfa öld. Á þeim tíma var hann meðal annars varaformaður og formaður Dagsbrúnar, fyrsti formaður Eflingar og Starfsgreinasambandsins og varaformaður Alþýðusambands Íslands.

Starfsfólk og forysta Eflingar senda fjölskyldu og aðstandendum samúðarkveðju.