Minnum á páskaúthlutun orlofshúsa Eflingar

Félagsmenn athugið að umsóknartímabil í páskaúthlutun hefst 1. febrúar og lýkur 20. febrúar og er hægt að fylla út umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um. Úthlutað verður eftir punktakerfi sem byggist á iðgjaldasögu félagsmanna, og mun úthlutun liggja fyrir 22. febrúar. Greiðslufrestur verður til 1. mars. Eftir úthlutunina opnast bókunarvefurinn 5.mars fyrir félagsmenn með réttindi til að bóka laus hús sem eftir eru um páskana.

Athugið að aðeins vikuleiga er í boði yfir páskana frá 17. – 24. apríl 2019.