Stendur þú í stappi í vinnunni?
Er verið að snuða þig um laun, kaffitíma eða réttindi?
Er þér sýnd vanvirðing?
Félagssvið Eflingar býður þér á sérstakt námskeið. Kevin Ray og Marianne Garneau frá stéttarfélaginu Stardust Family United bjóða upp á þjálfun sem er byggð á reynslu þeirra af skipulagningu hins heimsfræga Ellen’s Stardust Diner við Times Square. Syngjandi framreiðslufólk þar skipulagði sig og tekur nú ákvarðanir lýðræðislega um hvernig þau vilja bregðast við vandamálum á vinnustaðnum.
Þau munu kenna okkur hvernig við getum:
Haldið maður-á-mann fundi með vinnufélögum
Skipulagt og framkvæmt stigvaxandi aðgerðir á vinnustaðnum
Leyst úr vandamálum sem falla ekki undir kjarasamning.
Fundurinn fer fram á ensku
10 Febrúar 2019, klukkan 13:00 – 17:00 á fjórðu hæð í húsi Eflingar, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.