Select Page

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, munu starfsmenn sem vinna við þrif á hótelum og gistirýmum á félagssvæði Eflingar fara í verkfall.Verkfallið hefst kl 10:00 föstudaginn 8. mars og lýkur kl. 23:59 um kvöldið.

Starfsmenn leggja niður störf kl. 10:00 og eru beðnir að fara í Gamla bíó til að taka þátt í dagskrá og skrá sig fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði. Greiddar verða 12.000 krónur að frádregnum skatti og verður greiðslan afgreidd í lok mánaðar.

Í Gamla bíó verður dagskrá frá 10:00 til 18:30. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Kröfuganga kl. 16.00
Við hvetjum alla sem verkfallið tekur til og stuðningsmenn þeirra til að taka þátt í kröfugöngu framhjá helstu hótelum í miðbænum. Gengið verður frá Gamla bíó kl. 16:00 og endað þar aftur kl. 17:00 þegar dagskrá MFÍK hefst undir fundarstjórn Drífu Snædal, formanns ASÍ. Erindi halda Sanna Magdalena Mörtudóttir, Nichole Leigh Mosty, Magga Stína Blöndal og Arna Jakobína Björnsdóttir. Tónlistaratriði eru í höndum Spaðabana, Guðlaugar Fríðu og Kvennakórsins Impru.

Hér má sjá Facebook viðburð kröfugöngunnar og baráttufundarins

Ef þú forfallast vegna veikinda eða annars á verkfallsdegi má koma á skrifstofu Eflingar og sækja um greiðslu úr vinnudeilusjóði mánudag og þriðjudag, 11. og 12. mars á opnunartíma skrifstofunnar.

Verkfall hótelþerna nær til allra sem vinna við herbergisþrif, þrif á almennum rýmum og þvott á hótelum og gistiheimilum á félagssvæði Eflingar; Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Hafnafjörður, Garðabær, Kjós, Grímsnes og Grafningarhreppur, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus.

Gloria Steinem bandarískur femínisti, blaðakona og aktívisti mælti eitt sinn á alþjóðadegi kvenna “Sagan af baráttu kvenna fyrir jafnrétti tilheyrir ekki einum femínista eða samtökum heldur er þetta sameiginleg barátta allra þeirra sem láta sig mannréttindi varða.”

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere