Efling boðar til félagsfundar

Efling – stéttarfélag boðar til félagsfundar þann 13. mars næstkomandi þar sem fundarefni verði undirbúningur fyrir aðalfund Eflingar, þar á meðal lagabreytingatillögur. Fundurinn hefst klukkan 19:00 og verður haldinn í sal Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1.

Aðalfundur Eflingar verður haldinn þann 29. apríl næstkomandi en skv. 28. gr. laga Eflingar er þar heimilt að gera breytingar á lögum ef tillögur liggja fyrir. Í 35. grein sömu laga er einnig fjallað um breytingar á lögum félagsins og segir þar:

„Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda sé þess getið í fundarboði að lagabreytingar séu á dagskrá og ennfremur skulu breytingarnar áður hafa verið ræddar á almennum félagsfundi minnst viku fyrir aðalfund. Tillögum til lagabreytinga, sem einstakir félagsmenn vilja koma á framfæri, skal skila til félagsstjórnar eigi síðar en fyrir lok marsmánaðar ár hvert.“

Dagskrá:

  1. Undirbúningur aðalfundar Eflingar m.a. lagabreytingatillögur
  2. Önnur mál

Boðað er til fundarins í samræmi við 29. grein laga Eflingar („Félagsfundir“) og samkvæmt samþykkt stjórnarfundar 28. febrúar síðastliðinn.

Lög Eflingar

Staður: Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík, fundarsalur á 4. hæð

Tími: Miðvikudagur 13. mars, klukkan 19:00

Allir félagsmenn velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Kaffiveitingar og léttur matur í boði frá klukkan 18:30.