Select Page

Ríflega 80% Íslendinga eru hlynntir því að launafólk með heildartekjur undir 500 þús. kr. á mánuði fyrir skatt, fái meiri skattalækkun en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands. Athygli vekur að stuðningur við slíka skattkerfisbreytingu er mikill í öllum aldurs- og tekjuhópum þó vissulega sé hann mestur hjá þeim tekjulægstu.

Þessi niðurstaða rímar vel við þær hugmyndir um skattkerfisbreytingar sem ASÍ kynnti í lok janúar og þær tillögur sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson settu fram í skýrslunni, Sanngjörn dreifing skattbyrðar – umbótaáætlun í skattamálum, sem út kom í febrúar.

Markmiðið er að létta byrðum af fólki með lágar- og millitekjur, auka jafnrétti og koma á sanngjarnri skattheimtu. En rannsókna ASÍ sýnir að skattbyrði hinna tekjulægstu hefur hækkað mest á undanförnum árum og dregið hefur úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins. Í tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að sama skattalækkun gangi upp allan tekjustigann, þ.e. það skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn sé með 300 þús kr. eða 2,3 milljónir í mánaðartekjur, allir fengju það sama.

Samkvæmt tillögum Stefáns og Indriða geta láglaunafólk og lífeyrisþegar fengið að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði. Um 90% framteljenda fengju skattalækkun, lítil breyting yrði á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Sýndar eru margar leiðir til að fjármagna slíkar breytingar, bæði með því að nýta núverandi svigrúm í ríkisfjármálunum og með brýnum umbótum á skattheimtu og efldu eftirliti með skattaundanskotum og skattvikum.

Sjá frétt á vef ASÍ

Sjá frétta á vef Eflingar

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere