Select Page

Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa gengið vel í dag þrátt fyrir slæmt veður og að töluvert hafi þurft að hafa afskipti af hugsanlegum verkfallsbrotum.

Hótelstarfsfólk gekk á milli hótela og safnaðist saman í kröfustöður til að sýna samstöðu og vekja athygli á kröfum sínum um virðingu, réttindi og betri kjör. Auk þess tók hópur sér stöðu fyrir framan Hús atvinnulífsins að Borgartúni 35. Þessi hópur lét ekki vonskuveður á sig fá, stóðu vaktina og báru kröfuspjöld sín með stolti.   

Í Vinabæ fjölmenntu rútubílstjórar á samstöðufund. Mikill baráttuhugur var í mönnum, fluttar voru eldheitar hvatningaræður og rútubílstjórar ræddu sín málefni, baráttu og framtíð.

Á visir.is má nálgast upptökur af ræðum Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, Guðmundar Baldurssonar í stjórn Eflingar og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR.  

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere