Baráttuhugur í félagsmönnum Eflingar

22. 03, 2019

[et_pb_section fb_built=“1″ _builder_version=“3.0.47″ custom_padding=“0|0px|54px|0px|false|false“][et_pb_row _builder_version=“3.0.48″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ custom_padding=“0|0px|27px|0px|false|false“][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.0.47″][et_pb_text _builder_version=“3.19.14″]

Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa gengið vel í dag þrátt fyrir slæmt veður og að töluvert hafi þurft að hafa afskipti af hugsanlegum verkfallsbrotum.

Hótelstarfsfólk gekk á milli hótela og safnaðist saman í kröfustöður til að sýna samstöðu og vekja athygli á kröfum sínum um virðingu, réttindi og betri kjör. Auk þess tók hópur sér stöðu fyrir framan Hús atvinnulífsins að Borgartúni 35. Þessi hópur lét ekki vonskuveður á sig fá, stóðu vaktina og báru kröfuspjöld sín með stolti.   

Í Vinabæ fjölmenntu rútubílstjórar á samstöðufund. Mikill baráttuhugur var í mönnum, fluttar voru eldheitar hvatningaræður og rútubílstjórar ræddu sín málefni, baráttu og framtíð.

Á visir.is má nálgast upptökur af ræðum Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, Guðmundar Baldurssonar í stjórn Eflingar og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR.  

[/et_pb_text][et_pb_gallery gallery_ids=“20097,20100,20103,20106,20109,20112,20115,20118,20121,20124,20127,20130″ show_title_and_caption=“off“ _builder_version=“3.19.14″][/et_pb_gallery][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]